Fréttir

Lögreglan leitar enn að Ævari Annel

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Ævar Annel Valgarðsson.
Ævar Annel Valgarðsson. Lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn að Ævar Annel Valgarðssyni, 20 ára.

„Við skorum á hann að gefa sig fram við lögreglu. Við þurfum að ná tali af honum sem allra fyrst,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn.

Lögreglan lýsti eftir Ævari síðdegis í gær. Ævar er 174 sentímetrar á hæð, grannvaxinn og með dökkt hár.

Ásgeir Þór vill ekki gefa það upp hvers vegna leitað sé að Ævari en samkvæmt heimildum fréttastofu er leitin í tengslum við nokkuð umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. Húsleit var gerð og tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir, hvor á sínum staðnum.

Ásgeir Þór segir að lögregla hafi ekki fengið margar vísbendingar í leitinni. „Við erum þó að eltast við þær vísbendingar sem við fáum,“ segir Ásgeir Þór.

Þau sem geta gefið upplýsingar um ferðir Ævars, eða vita hvar hann er niðurkominn, eru vinsamlegast beðin um að hafa tafarlaust samband við lögregluna í síma 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×