Innlent

Djúp lægð fjarlægist landið

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Veðurhorfur á landinu um hádegisbil í dag.
Veðurhorfur á landinu um hádegisbil í dag. Veðurstofa Íslands

Gera má ráð fyrir norðan og norðvestan 8-15 metrum á sekúndu með ringingu eða snjókomu um landið norðanvert, en lítilli úrkomu annars staðar. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands.

Fyrir austan land er djúp lægð sem olli hvassviðri eða stormi austanlands í nótt. Sú lægð fjarlægist nú landið og veðrið fer því að ganga niður.

Á morgun má búast við hæglætisveðri, skýjað með köflum og þurrviðri víðast hvar, en él á Suðausturlandi. Frost á bilinu 0 til 6 stig.

Á mánudag er þá útlit fyrir vaxandi austan- og norðanátt með dálítilli slyddu eða snjókomu austantil.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofunni:

Á mánudag:

Gengur í norðaustan 8-15 með dálítilli snjókomu eða slyddu austantil á landinu. Hiti 1 til 5 stig við suðurströndina, en um eða undir frostmarki annars staðar.

Á þriðjudag:

Norðaustan 5-13, skýjað og lítilsháttar snjókoma eða él um landið norðan- og austanvert, en skýjað með köflum og þurrt sunnantil. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:

Vestlæg eða breytileg átt og víða bjart veður. Frost 2 til 10 stig. Vaxandi suðaustanátt um kvöldið með slyddu eða snjókomu vestanlands.

Á fimmtudag:

Sunnanátt og rigning eða slydda, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:

Útlit fyrir sunnanátt með skúrum eða éljum sunnan- og vestantil á landinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.