Lára ánægð með að Foden sé kominn aftur í landsliðið: „Ég samgleðst honum innilega“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2020 16:13 Lára Clausen segir að það hafi verið tekið rosalega hart á drengjunum eftir atvikið á Hótel Sögu og hafi þeir ekki fengið sanngjarna meðferð í fjölmiðlum. Myndir/instagram/getty „Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen) Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Sjá meira
„Ég samgleðst honum innilega,“ segir Lára Clausen en hún varð nánast heimsfræg eftir að hafa farið í heimsókn til landsliðsmannsins Phil Foden á Hótel Sögu í september. Þá var enska landsliðið í knattspyrnu hér á landi til að keppa við íslenska liðið í Þjóðadeildinni. Þær Lára Clausen og Nadía Sif Líndal heimsóttu þá Phil Foden og Mason Greenwood og með því brutu leikmennirnir sóttvarnarreglur og ferðuðust ekki með landsliðinu í næsta leik gegn Danmörku. Foden og Greenwood voru til umfjöllunar í öllum breskum miðlum og fengu drengirnir að finna fyrir því. „Það er bara gott að ferillinn sé kominn aftur á uppleið hjá honum og maður hafi ekki eyðilagt meira fyrir honum. Mér fannst tekið alveg svakalega hart á þeim og mjög ósanngjörn umfjöllun. Við fengum alveg að finna fyrir þessu líka en það var tekið harðara á þeim.“ Phil Foden fór á kostum í landsleiknum gegn Íslandi í vikunni og skoraði hann tvö mörk og lagði upp eitt í 4-0 sigri. „Það var mjög erfitt að horfa upp á þá missa eitthvað sem þeir voru búnir að vinna svo mikið fyrir. Þeir voru kallaðir heimskri og ég veit ekki hvað og það fannst mér ömurlegt að lesa,“ segir Lára og bætir við að það hafi aldrei verið planið hjá þeim að málið myndi rata í fjölmiðla. „Ég horfði ekki á leikinn í vikunni en fékk rosalega mikið af snöppum frá leiknum og hann stóð sig greinilega vel,“ segir Lára. Hún lenti sjálf í fjölmiðlafárinu í september og segir það hafa verið erfið reynsla. „Maður var allt í einu komin í alla miðla nánast í heiminum og það var erfitt. Ég á ömmu sem hét líka Lára Clausen og mamma mín var að reyna finna upplýsingar um hana á netinu um daginn og það komu bara upp endalausar fréttir um mig, meira segja í kínverskum miðlum.“ Eftir allt fjölmiðlafárið er Lára komin með yfir þrjátíu þúsund fylgjendur á Instagram. View this post on Instagram A post shared by L A R A C L A U S E N (@laracclausen)
Enskir landsliðsmenn heimsóttir á Hótel Sögu Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fleiri fréttir Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sonur Rögnu og Árna fæddur Einn með fyrsta vinning og vann tæpar 54 milljónir Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og talin myndfríðust Fréttatía vikunnar: Leiðtogafundur, Hollywood-stjarna og umdeilt brúðkaup Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Áslaug selur glæsiíbúð í Reykjavík Vægar viðreynslur en engir pervertar Martin Österdahl hættir hjá Eurovision Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni Sjá meira