Lífið

Sóli Hólm og Viktoría eiga von á fimmta barninu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm í íbúð sinni í Vesturbænum. 
Viktoría Hermannsdóttir og Sólmundur Hólm í íbúð sinni í Vesturbænum.  Vísir/Vilhelm

Viktoría Hermannsdóttir og Sóli Hólm eiga von á sínu fimmta barni í vor. Viktoría er gengin 14 vikur á leið svo barnið er væntanlegt í heiminn í vor. „Þetta var kannski ekki alveg á áætlun en við erum mjög glöð,“ er haft eftir Viktoríu í helgarviðtali við parið í DV sem kom út í dag.

Viktoría og Sóli hafa verið par í nokkur ár og eignuðust saman dótturina Hólmfríði Rósu í mars árið 2019. Fyrir átti Viktoría dótturina Birtu og Sóli drengina Baldvin Tómas og Matthías. Þau verða því sjö manna fjölskylda á næsta ári. 

Viktoría starfar hjá RÚV og hefur meðal annars verið að gera þættina Fyrir alla muni. Sóli starfar hjá Stöð 2 og mun verða á skjánum í kvöld í þáttunum Föstudagskvöld með Gumma Ben og Sóla.  Parið er í miklum framkvæmdum á heimili sínu þessa dagana, bæði að innan og utan. Sýna þau reglulega frá verkefninu á samfélagsmiðlum. Sóli hefur lofað að ljúka þessu öllu fyrir vorið. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.