Litlu áorkað í löggæslumálum að mati Greco Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2020 10:08 Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO. Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa innleitt fjórar af þeim átján tillögum sem GRECO, samtök ríkja gegn spillingu, lögðu til að innleiddar væru hér á landi til þess að sporna gegn spillingu. Samtökin telja íslensk stjórnvöld hafa áorkað litlu í tengslum við tillögur sem snúa að löggæsluyfirvöldum. Úttekt GRECO, sem var samþykkt þann 23. mars 2018, náði annars vegar til æðstu handhafa framkvæmdarvalds en hins vegar löggæsluyfirvalda og voru gerðar níu tillögur til Íslands í hvorum hluta. Samtökin hafa nú birt eftirfylgniskýrslu um aðgerðir Íslands vegna úttektarinnar þar sem segir að stjórnvöld þurfi að gera betur Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir að Greco telji Ísland hafa innleitt fjórar tillögur á fullnægjandi hátt, sjö hafi verið innleiddar að hluta en sjö hafi ekki verið innleiddar. Á vef stjórnarráðsins segir að tillögurnar fjórar sem innleidar hafi verið varði æðstu handhafa framkvæmdarvalds hér á landi. Þar á meðal fagnar Greco því að lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands taki gildi þann 1. janúar næstkomandi. Þó nefna samtökin að ákvæði um starfsval hjá æðstu stjórnendum og aðstoðarmönnum þeirra að loknum opinberum störfum séu frekar veik, og er þar sérstaklega horft til ákvæðisins þar sem segir að æðstu stjórnendum sé óheimilt að gerast hagsmunaverði í sex mánuði eftir að störfum þeirra í Stjórnarráði Íslands lýkur. Ekki miklu áorkað hingað til í hinum flokknum Í niðurstöðukafla úttektarinnar segir að þegar kemur að tillögum sem snúa að löggæsluyfirvöldumm hinum flokknum sem tillögunar snúa að, sé ljóst að vinna stjórnvalda við úrbætur sé í gangi, án þess að miklu hafi verið áorkað hingað til. Til að mynda sé ekki búið að yfirfara siðareglur lögreglumanna og ekki sé búið að setja lögreglumönnum skýrari reglur hvað varðar gjafir og önnur fríðindi, svo dæmi séu tekin. Samtökin fara þess á leit að Ísland upplýsi um innleiðingu þeirra tillagna sem eftir standa fyrir þann 30. apríl 2022 en á vef stjórnarráðsins segir að unnið sé að innleiðingu tillagna GRECO í forsætisráðuneytinu í tengslum við vinnu starfshóps forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu. Í skýrslu starfshópsins frá september 2018 voru gerðar 25 tillögur til stjórnvalda og fela sumar þeirra í sér nánari útfærslu á tillögum GRECO.
Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. 3. júní 2020 15:00