Innlent

Gjörningur til að gleðja og vekja athygli á sóttvörnum

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Krakkar í Réttó stíga dans í takt við „Jerusalema“.
Krakkar í Réttó stíga dans í takt við „Jerusalema“. Vísir/Vilhelm

Nemendur og starfsmenn Réttarholtsskóla tóku sig til í morgun og stigu taktfastan dans í takt við lagið Jerusalema. Um var að ræða samtals 400 einstaklinga en í ólíkum sóttvarnahólfum, að sjálfsögðu. 

„Í atriðinu er varpað ljósi á þau höft sem skólinn býr við en það er um leið heimild um ástand sem kemur vonandi ekki aftur,“ segir í tilkynningu frá skólanum.

Markmið gjörningsins eru:

  • Að hleypa gleði inn í umhverfi hafta og Covid-19
  • Að sýna að hægt er að skemmta sér innan sóttvarnareglna grunnskólanna
  • Að gera samtakamátt áþreyfanlegan
  • Að efla allt skólasamfélagið
  • Danskennsla
  • Aukin hreyfing
  • Að vekja athygli á sóttvörnum


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×