Innlent

Einn af sex smituðum á tíræðisaldri látist af völdum Covid-19

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fimmtán andlát hafa orðið í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Bróðurpartinn má rekja til hópsýkingra sem kom upp á Landakoti þar sem öldruðu og veiku fólki er sinnt.
Fimmtán andlát hafa orðið í þeirri bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Bróðurpartinn má rekja til hópsýkingra sem kom upp á Landakoti þar sem öldruðu og veiku fólki er sinnt. Vísir/Vilhelm

24 af þeim 25 sem látist hafa úr Covid-19 hér á landi eru eldri en sextíu ára og átján eru eldri en áttrætt. Einn á fertugsaldri lést úr sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur og er hann sá eini undir sextugu sem fallið hefur frá í baráttu við sjúkdóminn.

Þetta kemur fram í tölulegum gögnum á Covid.is um uppsafnaðan fjölda andláta innanlands. Þessi tölfræði er birt í fyrsta sinn í dag en þar má sjá fjölda andláta og smita í hverjum aldurshópi.

Þar má sjá að af þeim 37 einstaklingum á tíræðisaldri sem greinst hafa hér á landi hafa sex látist. Það svarar til 16,2% eða um rétt tæplega einn af hverjum sex.

Tölfræðin eins og hún bitist á Covid.is.

Hlutfallið er aðeins lægra í hópi fólks á níræðisaldri. Þar hafa 86 greinst og tólf látist eða 14 prósent smitaðra.

Alls hafa 25 látist hér á landi úr Covid-19 frá því kórónuveiran barst til landsins snemma á árinu. Flestir í seinni bylgju faraldursins hafa látist í kjölfar hópsýkingar sem upp kom á Landakoti. 

Klukkan 15 í dag verður niðurstaða skoðunar á hvað miður fór á Landakoti kynnt fjölmiðlum á blaðamannafundi. Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi.

Alls hafa 4828 smitast hér á landi og 0,5 prósent smitaðra hafa látist af völdum Covid-19.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.