Algjört heimsóknarbann í rúma fimm mánuði og ein tölva til afnota Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. nóvember 2020 12:30 Dæmi eru um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin sín frá upphafi faraldursins vegna strangra ráðstafana í fangelsunum. Formaður Afstöðu segir reglurnar þær ströngustu á Norðurlöndunum. Vísir/Vilhelm Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag. Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga eða 5,2 mánuði frá því í mars vegna kórónuveirufaraldursins. Í opnum fangelsum hefur heimsóknarbann verið í samtals 128 daga, eða 4,3 mánuði. Fangar hafa eina tölvu saman til afnota til þess að tala við vini og ættingja í gegnum Skype. „Þetta er ein tölva sem er engan veginn nóg, engan veginn ásættanlegt og heldur ekki mjög Covid-vænt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Félagið lýsti yfir vantrausti á hendur Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og Fangelsismálastofnun á sunnudag og sagði fangelsisyfirvöld hafa brugðist öllum loforðum um fyrirheit í fangelsismálum. Grimmilegar kvaðir hafi verið lagðar á fangelsi landsins og að dæmi séu um að fangar hafi varla fengið að hitta aðstandendur sína mánuðum saman. Áslaug Arna sagði í samtali við fréttastofu í gær að vantraustsyfirlýsingin væri heldur langsótt. „Við erum að grípa til ýmissa aðgerða og höfum gert. Við höfum horft til Norðurlandanna í þeim efnum þannig að þessi vantraustsyfirlýsing er nú langsótt,“ sagði hún. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, furðar sig á því að fangelsisyfirvöld telji nóg að fangar fái eina tölvu saman til afnota til þess að nota Skype. Guðmundur Ingi vill meina að staðan hér sé mun verri en á Norðurlöndunum. „Það er engin stofnun á Íslandi eða á Norðurlöndunum sem hefur haft það harðar aðgerðir og lokanir,“ segir hann. „Fangavist á Íslandi hefur aldrei verið þungbærari en í dag og allt þetta ár og það þarf að finna úrræði til að létta á henni til þess að menn komi ekki verr út en þeir komu inn, vegna þess að afleiðingarnar af því eru bara í fleiri glæpum og endurkomum í fangelsin, sem þýðir meiri kostnaður. Yfirvöld þurfa að bera ábyrgð á því,“ segir Guðmundur og lýsir aðstæðum sem algjörri einangrunarvist sem hafi mikil áhrif á geðheilsu fólks. Dæmi séu um að fangar hafi ekki fengið að sjá börnin nánast allt þetta ár. Heimsóknarbann hefur verið á Litla-Hrauni og Hólmsheiði í samtals 156 daga frá upphafi faraldursins. Tilslakanir hafa verið gerðar í samtals 79 daga á árinu, en þá mátti fangi fá eina heimsókn á viku, frá einni og sömu manneskjunni. Þar af var tveggja metra reglan í gildi í fjórtán daga, sem þýddi að fangar máttu ekki nálgast heimsóknargest sinn. Í opnu fangelsunum að Sogni og Kvíabryggju hefur verið heimsóknarbann í 128 daga eða 4,3 mánuði. Opið hefur verið fyrir heimsóknir í samtals 51 dag.
Fangelsismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32 Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Segir vantraustsyfirlýsinguna langsótta Dómsmálaráðherra segir vantraustsyfirlýsingu Afstöðu, félags fanga langsótta. 10. nóvember 2020 13:32
Félag fanga lýsir vantrausti á dómsmálaráðherra Afstaða, félag fanga, hefur lýst vantrausti á fangelsismálayfirvöld og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, vegna viðbragða þeirra við kórónuveirufaraldrinum í fangelsum landsins. 8. nóvember 2020 12:58