Lífið

Þorsteinn og Einar mættust í Kviss og gátu ekki svarað spurningu um þekkta veiru

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben og Sóli náðu þessum mönnum nokkuð vel. 
Gummi Ben og Sóli náðu þessum mönnum nokkuð vel. 

Þeir Þorsteinn Már Baldursson, hjá Samherja, og Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, mættust í heldur betur óvenjulegri viðureign í Kviss á Stöð 2 á föstudagskvöldið.

Atriðið var sýnt í spjallþætti Sóla Hólm og Gumma Ben en báðir þessi einstaklingar hafa vakið athygli í fjölmiðlum síðastliðið ár hér á landi.

Þorsteinn fyrir umsvif Samherja í Namibíu og Einar Valur fyrir þær sakir að fyrirtækið var með 22 skipverja sýkta af kórónuveirunni um borð í Júlíusi Geirmundssyni á dögunum og voru skipverjar ekki kallaðir í land þegar grunur kom upp um hópsmit.

Gummi Ben fór með hlutverk Þorsteins í þættinum og Sóli fór með hlutverk Einars. Spurt var um veiru sem hefði verið fyrirferðarmikil um heim allan síðustu mánuði og voru þeir báðir í vandræðum með að svara. Þorsteinn giskaði til að mynda á RÚV, Helga Seljan og Má Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóra.

Hér að neðan má sjá þetta furðulega en skemmtilega atriði.

Klippa: Þorsteinn og Einar mættust í Kviss og gátu ekki svarað spurningu um þekkta veiru





Fleiri fréttir

Sjá meira


×