Innlent

Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til.
Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til. mynd/Stöð 2

Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn.

Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni  hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag.

Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir.

Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu.

„Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann.

„Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“

Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum.

Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri.

„Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.