Orka náttúrunnar sýknuð í máli Áslaugar Thelmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. nóvember 2020 16:43 Áslaug Telma Einarsdóttir í dómssal með Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni. Vísir/Vilhelm Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Orka náttúrunnar, dótturfélag Orkuveitu Reykjavíkur, hefur verið sýknuð af ásökunum fyrrverandi starfsmanns fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður Orku náttúrunnar í málinu, staðfestir niðurstöðuna í samtali við Vísi. Áslaug Thelma Einarsdóttir, fyrrverandi forstöðumaður einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, höfðaði mál í kjölfar þess að henni var sagt upp störfum í september 2018. Réttmætar uppsagnir að mati Innri endurskoðunar Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Hæstlaunuð allra forstöðumanna Í niðurstöðu héraðsdóms kemur fram að óumdeilt sé að þegar Áslaug Thelma hóf störf 1. desember 2015 sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála voru laun hennar 7,5% lægri en laun forstöðumanns tækniþróunar sem tók til starfa 1. ágúst sama ár. Ári síðar tók viðkomandi við öðru starfi og varð Áslaug Thelma um leið hæstlaunuð allra forstöðumanna Orku náttúrunnar, þar á meðal voru þrír karlar. Hún hafi einnig verið með hærri laun en karl sem tók við stöðu forstöðumanns tækniþróunar í febrúar 2017. Vísað er til skýrslu fyrrum starfsmannastjóra Orku náttúrunnar sem segir ástæða 7,5% launamunarins hafa verið þá að Áslaug hafi haft enga starfsreynslu hjá fyrirtækinu. Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Því verði ekki fallist á að launamunurinn hafi stafað af kynferði hennar. Það sé málefnalegt sjónamið að taka tillit til starfsreynslu við ákvörðun launa. Þá verði að líta til þess að Áslaug Thelma hafi verið með hærri laun en fimm aðrir forstöðumenn Orku náttúrunnar, þar á meðal þriggja karla. Hafnaði dómurinn því að um kynbundinn launamismun væri að ræða. Þá taldi dómurinn sömuleiðis að Orka náttúrunnar hefði sýnt fram á að uppsögn Áslaugar Thelmu hefði ekki komið til vegna kvartana hennar til starfsmannastjóra eða gagnrýni hennar á óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra vorið 2018. Var því Orka náttúrunnar sýknuð af öllum kröfum Áslaugar Thelmu. Málskostnaður milli aðila féll niður.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Vinnumarkaður Tengdar fréttir Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01 Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og starfsmaður Capacent höfðu báðar áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. 23. október 2020 09:01
Lýsti atvinnuleysi og vanlíðan síðan henni var sagt upp hjá ON Áslaug Thelma Einarsdóttir, sem sagt var upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar árið 2018, lýsir miklum átökum sínum og Bjarna Más Júlíussonar fyrrverandi framkvæmdastjóra ON þegar þau störfuðu saman. 22. október 2020 16:58