Skarðið lokaðist og bændur endurheimta Kollavíkurvatn Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2020 22:14 Svona var skarðið í júlímánuði í sumar. Það opnaðist skömmu fyrir síðustu jól með þeim afleiðingum að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Skarðið virðist núna hafa lokast á ný. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Kollavíkurvatn við Þistilfjörð, sem í stórviðri í fyrravetur breyttist í brimsalt sjávarlón, þegar skarð rofnaði í sjávarkamb, virðist núna hafa breyst aftur í stöðuvatn. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Bændur á bænum Borgum í Kollavík tóku eftir því fyrr í vikunni að skarðið hafði lokast á ný. Telja þeir að það hafi gerst í hvassri norðanátt um eða eftir síðustu helgi. Hjónin Eiríkur Kristjánsson og Vigdís Sigurðardóttir eru bændur í Borgum í Kollavík. Kollavíkurvatn sést fyrir aftan.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Skarðið í Mölina er búið að lokast. Það hefur gerst um eða eftir helgina,“ segir Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum. Hún sagði feðgana á bænum, eiginmann sinn og son, hafa farið í fyrradag að ströndinni til að ganga úr skugga um að sjávarkamburinn hefði lokast. Þeim hafi sýnst að þar sem skarðið var áður hafi malarkamburinn verið orðinn rúmir tveir metrar á hæð. Hér sést hvernig sjávarkamburinn, sem kallast Möl, girti áður Kollavíkurvatn frá Þistilfirði, en myndin var tekin fyrir fjórum árum. Núna virðist Mölin hafa færst til fyrra horfs.Mynd/Christopher Taylor. „Það var norðan og norðvestan hvassviðri bæði á sunnudag og mánudag. Okkur sýndist þetta á þriðjudagsmorgun að þetta væri lokað,“ segir Vigdís. „Já, það getur allt gerst ef að gerir mikið brim eins og í fyrra,“ segir hún. Skarðið myndaðist í illviðrinu sem gekk yfir landið dagana 10. og 11. desember. Bændurnir á bæjunum við vatnið, Kollavík og Borgum, óttuðust að silungsveiðin myndi spillast við það að stöðuvatnið breyttist í sjávarlón. Það virðist þó ekki hafa gerst í sumar. Fjórum mánuðum seinna, í apríl í vor, komst Kollavík aftur í fréttirnar þegar dauðan búrhval rak inn í Kollavíkurvatn. Hann strandaði síðan á innanverðum malarkambinum. „Hvalurinn er að verða lélegur, eiginlega dottinn í sundur, en er samt þarna þar sem hann var,“ segir Vigdís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Svalbarðshreppur Veður Landbúnaður Tengdar fréttir Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12 Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30 Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31 Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Sjá meira
Veiðivatnið varð að sjávarlóni, svo fengu þau búrhval í lónið Bændur í afskekktri vík við Þistilfjörð, sem urðu fyrir því í vetur að illviðri breytti stöðuvatninu þeirra í brimsalt sjávarlón, og fengu svo stærðar búrhval í lónið, sitja enn uppi með úldnandi hvalinn. Silungur veiðist þó enn í vatninu. 13. ágúst 2020 20:12
Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Stöðuvatn við vestanverðan Þistilfjörð virðist hafa breyst í sjávarlón eftir að stórt skarð rofnaði í sjávarkamb í illviðrinu í desember. Íbúar við vatnið líkja þessu við náttúruhamfarir. 14. janúar 2020 21:30
Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. 8. apríl 2020 12:31
Sauðfjárbúskap lýkur á þessum bæ í Þistilfirði Þungt hljóð er í sauðfjárbændum vegna lítilla hækkana á afurðaverði og óttast talsmaður þeirra að margir muni fækka fé í haust. Þó sóttu aðeins fimm bændur um sérstakan aðlögunarstyrk til að hætta sauðfjárbúskap, þeirra á meðal hjónin á bænum Borgum við Þistilfjörð. 10. september 2020 21:13