Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 12:31 Hvalurinn í Kollavíkurvatni skammt undan bænum Borgum. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels