Innlent

Vinnuslys í miðbænum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl af vettvangi. Vísir/vilhelm

Vinnuslys varð við nýbyggingu í miðbæ Reykjavíkur skömmu fyrir klukkan tvö í dag. Maður slasaðist þar á hendi og var fluttur af slysstað með sjúkrabíl. Ekki eru veittar frekari upplýsingar um líðan þess slasaða í dagbók lögreglu, þar sem tilkynnt er um málið. 

Þá var lögreglu tilkynnt um mann í annarlegu ástandi í verslun í Hlíðahverfi á tíunda tímanum í morgun. Maðurinn reyndist eftirlýstur vegna annars máls. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. 

Tveir eru jafnframt grunaðir um þjófnað úr matvöruverslun í borginni. Tekin var skýrsla af báðum á vettvangi. 

Þá ók ökumaður á umferðarskilti í umdæmi lögreglu í Hafnarfirði á fjórða tímanum og ók svo af vettvangi. Lögregla handtók ökumannin skömmu síðar en hann er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×