Lífið

Kendall Jenner gagnrýnd fyrir hundrað gesta hrekkjavökupartý

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Kendall Jenner er ein af hæst launuðu fyrirsætum í heiminum í dag.
Kendall Jenner er ein af hæst launuðu fyrirsætum í heiminum í dag. Samsett:Getty - Instagram

Fyrirsætan og raunveruleikastjarnan Kendall Jenner hefur verið gagnrýnd harðlega á samfélagsmiðlum í dag fyrir að halda upp á afmælið sitt í miðjum heimsfaraldri. Afmælisveisla Jenner var með hrekkjavökuþema og samkvæmt People.com voru um hundrað gestir í veislunni. Sjálf var hún í gervi Pamelu Anderson og birti myndir af sér í búningnum á Instagram.

Á myndum frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum má sjá að enginn var að hugsa um einhverjar fjarlægðartakmarkanir eða grímunotkun. Á Twitter var birt mynd sem á að hafa verið tekin í partýi Jenner, en þar eru gestir hvattir til að taka myndir en stranglega bannað að birta þær á samfélagsmiðlum. Það virðast flestir hafa gert en einhver fylgdi þó ekki fyrirmælum hennar og því eru myndir og myndbönd frá viðburðinum á mörgum miðlum.

View this post on Instagram

A post shared by Kendall (@kendalljenner) on

Um helgina varð allt vitlaust þegar systir hennar, Kim Kardashian, hélt upp á fertugsafmælið umkringd sínum nánustu á einkaeyju. Fólki þótti ferðin taktlaus og fáránlega tímasett en Jenner var með í ferðinni.A lls hafa nú rúmlega níu milljónir Bandaríkjamanna smitast frá því heimsfaraldurinn hófst. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Bandaríkjunum en yfir 230 þúsund hafa látist.

Samkvæmt vef Entertainment Tonight voru Justin Bieber, The Weeknd, Hailey Baldwin, Kanye West,  Kim Kardashian West, Scott Disick,  Kylie Jenner, Travis Scott, Paris Hilton, Justine Skye, Quavo, Winnie Harlow, Saweetie og Doja Cat á meðal gesta í hrekkjavökupartýi Jenner. Jaden Smith vinur hennar var einnig á staðnum og furða margir sig á því að hann sést á myndum með súrefnisgrímu og telja einhverjir að búningurinn hans hafi verið COVID-sjúklingur.

Einhverjir miðlar hafa sagt frá því að allir gestir hafi þurft að fara í COVID-19 sýnatöku við innganginn. Enginn hafi fengið að fara inn nema vera kominn með neikvætt sýni. Ekkert hefur þó fengið staðfest varðandi þetta og Jenner hefur ekki tjáð sig um gagnrýnina eða afmælið.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar Twitter færslur um afmælið umdeilda. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.