Mahomes frábær í stórsigri Kansas | Steelers enn með fullt hús stiga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 23:00 Þetta var eitt af fáum skiptum sem leikmenn Jets komust nálægt Mahomes í kvöld. William Purnell/Getty Images Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
Nokkrum af leikjum kvöldsins er nú lokið í NFL-deildinni. Ríkjandi meistarar í Kansas City Chiefs unnu stórsigur á New York Jets. Pittsburgh Steelers eru enn með fullt hús stig og New England Patriots eru Fyrir fram var frekar auðvelt að giska á úrslit kvöldsins en Kansas hafði unnið sex af sjö leikjum sínum á meðan Jets höfðu tapað öllum sínum. Að venju var það leikstjórnandi Patrick Mahomes sem stýrði Chiefs liðinu af mikilli yfirvegun. Alls kastaði hann fyrir fimm snertimörkum í öruggum 35-9 sigri Chiefs. MAKE THAT TOUCHDOWNS!#NYJvsKC on CBS pic.twitter.com/QUiU4J5lOs— Kansas City Chiefs (@Chiefs) November 1, 2020 Pittsburgh Steelers unnu sinn sjöunda leik í röð er þeir lögðu Baltimore Ravens af velli í kvöld, 28-24. Ravens voru öflugri í fyrri hálfleik og leiddu 17-7 í hálfleik. Steelers byrjuðu þann síðari eins og liðið sem valdið hefur en þeir unnu 3. leikhluta 14-0 og lögðu grunninn að sigrinum þar. Fór það svo að þeir unnu 28-24 eins og áður sagði og eru með fullt hús stiga. You love to see it!@ChaseClaypool | CBS https://t.co/tI5aUTu7te pic.twitter.com/jnpvs2XojD— Pittsburgh Steelers (@steelers) November 1, 2020 Leikstjórnandinn Ben Roethlisberger kastaði fyrir tveimur snertimörkum í liði Steelers í kvöld. Hjá Ravens gerði Lamar Jackson slíkt hið sama en tvívegis voru sendingar hans gripnar af varnarmönnum Steelers. Að lokum heldur hörmulegt gengi New England Patriots áfram en liðið tapaði með þriggja stiga mun fyrir Buffalo Bills í kvöld, 24-21. Á ekki af liðinu að ganga þessa dagana en liðið hefur nú tapað fimm af sjö leikjum sínum á leiktíðinni. Önnur úrslit Green Bay Packers 22-28 Minnesota Vikings Cincinnati Bengals 31-20 Tennessee Titans Detroit Lions 21-41 Indianapolis Colts Miami Dolphins 28-17 Los Angeles Rams Cleveland Browns 6-16 Las Vegas Raiders
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira