Innlent

Bein útsending: Sprengisandur á Bylgjunni

Samúel Karl Ólason skrifar
BeFunky Collage

Það verður margt rætt í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn er sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson mun ræða við Ölmu Möller, landlækni, um stöðuna í Covid-19 kófinu. Hvort ástandinu muni linna, hvað þurfi að ganga langt í sóttvörnum til að okkur miði varanlega áfram.

Þá mun Ásgeir Brynjar Torfason, hagfræðingur, horfa yfir sviðið hér heima og erlendis. Hvernig það megi vera að húsnæðisvextir hækki hugsanlega á næstunni, þrátt fyrir stöðuga stýrivexti og hvort niðursveiflan sé farin að valda fjármálakerfinu áhyggjum.

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, munu rökræða um samfélagslega ábyrgð sjávarútvegsfyrirtækja á Íslandi.

Að lokum mun Karl Th. Birgisson, ritstjóri, fara yfir stöðuna í kosningabaráttunni vestanhafs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×