Innlent

Djúpar lægðir hring­sóla um landið um helgina

Atli Ísleifsson skrifar
Í dag gengur á með austankalda, en strekking úti við sjóinn og rigningu með köflum.
Í dag gengur á með austankalda, en strekking úti við sjóinn og rigningu með köflum. Vísir/Vilhelm

Fáeinar, en djúpar lægðir hringsóla um landið þessa helgi. Lægðirnar valda því að loftþrýstingur verði almennt lágur yfir öllu landinu og vindar því hægir miðað við dýpt lægðanna.

Frá þessu segir í hugleiðingum veðurfræðings, en í dag gengur á með austankalda, en strekking úti við sjóinn og rigningu með köflum. Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig þar sem mildast verður við suðurströndina.

„Suðlægari áttir með kvöldinu og skúrir sunnan til, en léttir til fyrir norðan. Frekar milt veður í dag, en hæg suðlæg átt á morgun og skúrir eða slydduél, en bjartviðri á Norður - og Austurlandi. Frystir inn til landsins um kvöldið.

Á sunnudag er komin norðanátt með rigningu eða slyddu á norðanverðu landinu, en birtir til sunnan heiða,“ segir í færslunni.

Spákortið fyrir hádegið. Á Norðurlandi mega landsmenn eiga von á vætu.Veður

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag: Suðlæg átt, 5-13 m/s og rigning með köflum, en bjartviðri á N- og A-landi. Lægir heldur um kvöldið, rofar víða til og kólna, en rignir á Austfjörðum. Hiti 1 til 6 stig.

Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og dálítil rigning eða slydda með köflum á N-verðu landinu, en hægara og bjartviðri syðra. Kólnar heldur í veðri.

Á mánudag og þriðjudag: Stíf norðvestanátt og él NA-lands, en annars hægari vestlæg átt og úrkomulítið. Hiti nærri frostmarki.

Á miðvikudag: Ört vaxandi suðvestanátt með rigningu og hlýnandi veðri, en lengst af þurrviðri eystra.

Á fimmtudag: Líklega stífar sunnanáttir með rigningu og hlýindum, en þurrviðri NA-lands.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×