„Skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. október 2020 07:01 Ugla hefur verið virkur talsmaður transfólks á Íslandi um í raun um heim allan. mynd/Sharon Kilgannon Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“ Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir hefur í mörg ár verið ötul talskona hinsegin fólks og er sjálf transkona og kynsegin. Hún er nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpi hans og fara þau yfir víðan völl í spjallinu. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Ugla kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton. Snæbjörn átti yfir þriggja klukkustunda spjall við Uglu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í þættinum en Ugla hefur alltaf talað um hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá. Ugla fékk meðal annars spurninguna hvort hún upplifði einhver tímann að hún skuldaði fólki sem hún væri að kynnast að segja þeim að hún væri trans. „Þetta er góð spurning og ég hef ekki nákvæmlega svör við því hvenær þetta á að skipta einhverju máli. Ef þú ert hrifin af einhverri manneskju þá hlýtur þú bara að vera hrifin af henni,“ segir Ugla og heldur áfram. „Ég persónulega hef alltaf verið mjög opin með þetta því ég nenni ekki að eyða tíma mínum í eitthvað fólk sem er að fara vera með fordóma og því hefur þetta alltaf verið upp á borðinu hjá mér.“ Hún segist ekki vilja setja sig í þær aðstæður að fólk viti ekki að hún sér trans og er ástæðan meðal annars öryggisins vegna. „Ég get jafnvel lent í ofbeldi ef ég er einhverjum svona aðstæðum. Þannig hef ég haft þetta opið en það er ekkert þannig hjá öllum og trans skuldar engum neitt. Ég skulda engum það að segja að ég sé trans sama hvað er að gerast. Það að fólk finnist ég skulda þeim eitthvað segir rosalega mikið um það hvernig fólk horfir á transfólk. Að fólk þurfi að vita allar upplýsingar um transfólk. Þú veist ekkert allt um einhverja manneskju sem þú svafst hjá á djamminu.“
Hinsegin Snæbjörn talar við fólk Málefni transfólks Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Sjá meira