Innlent

Ungmenni flutt á sjúkrahús eftir bílveltu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Útkall barst lögreglu skömmu fyrir klukkan eitt í nótt.
Útkall barst lögreglu skömmu fyrir klukkan eitt í nótt. Vísir/Vilhelm

Fjögur 17 ára ungmenni voru flutt til aðhlynningar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir bílveltu í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra voru meiðsl þeirra smávægileg.

Ökumaður bílsins missti stjórn á honum á hliðarvegi við Hlíðarfjallsveg svo bíllinn fór út af og valt þrjár veltur. Útkall vegna slyssins barst lögreglu skömmu fyrir klukkan eitt í nótt.

Fyrst var greint frá á mbl.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.