Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús í tengslum við elds­voðann

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá vettvangi í kvöld. Slökkvistarfi er nú lokið og vettvangur hefur verið afhentur lögreglunni.
Frá vettvangi í kvöld. Slökkvistarfi er nú lokið og vettvangur hefur verið afhentur lögreglunni. Vísir/Sunna Karen

Einn var fluttur til skoðunar á sjúkrahúsi vegna gruns um reykeitrun eftir að eldur kom upp í einbýlishúsi í Rimahverfi í Grafarvogi í kvöld. Þetta staðfestir Rúnar Helgason, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi nú í kvöld.

Slökkvistarfi er lokið og hefur vettvangur verið afhentur lögreglu. Ekki er unnt að fullyrða um ástæðu þess að eldurinn kviknaði, en hann kom upp í kjallara hússins.

Rúnar segir slökkvistarf hafa gengið greiðlega og að stuttan tíma hafi tekið að ráða niðurlögum eldsins, þrátt fyrir að talsvert bál hafi logað þegar slökkvilið bar að garði. Mikinn reyk lagði frá húsinu.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×