Út í hött að biðjast afsökunar Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2020 15:55 Björn Leifsson, eigandi World Class. Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“ Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Björn Leifsson, eigandi World Class, vill bæta í starfsemi líkamsræktarstöðva til að verjast kórónuveirunni. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“. Líkamsræktarstöðvar World Class voru opnaðar á ný fyrir sex dögum innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. 19 manns mega aðeins mæta í skipulagða tíma en Björn segir að um tíu prósent þeirra sem eiga kort í World Class hafa nýtt sér þessa opnun. Hægt er að sjá viðtal við Björn hér fyrir neðan „Þetta hefur gengið fínt. Það eru allir skráðir í tímana á netinu og merkt við alla sem koma inn. Þetta er mjög rólegt, þetta eru bara nokkrar hræður í hverjum tíma. Þetta eru engin vandamál,“ segir Björn. Orð sóttvarnalæknis ábyrgðalaus Sóttvarnalæknir hefur mælst til þess að líkamsræktarstöðvar séu lokaðar og lýst yfir áhyggjum af því að fólk fái að æfa þar í dag. „Mér finnst hann bara ábyrgðarlaus með þessu, það er bara þannig. Ég myndi kalla þetta lélega fræðimennsku,“ segir Björn um orð sóttvarnalæknis en sóttvarnalæknir hefur sagt að fjölda smita megi rekja til líkamsræktarstöðva. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Að halda því fram að þetta sé hættulegur staður til að vera á?! Það eru engin smit rakin í stöðvarnar, þó hann segi annað. Hann segir að 30 prósent smitum séu órakin. 30 prósent af íbúum höfuðborgarsvæðisins stunda heilsurækt í stöðvunum öllum. Ef hann finnur ekki þrjátíu prósent þá ályktar hann að þau séu í heilsurækt. En þessi 30 prósent voru líka í Bónus og Hagkaup og víða. Þessir staðir eru ekki hættulegri en aðrir, nema síður sé.“ Fólk finni fyrir „æfingaskömm" Björn segist finna fyrir mikilli gagnrýni vegna opnunarinnar. „Það er komið nýyrði. Það heitir æfingaskömm. Fólk þorir ekki að segja að það fari á líkamsræktarstöð. Það er búið að tala svo mikið um að þetta séu hættulegir staðir til að vera á, þó engin smit hafi komið upp á líkamsræktarstöðvum,“ segir Björn. Laugar, líkamsræktarstöð World Class í Laugardal. Vísir/Vilhelm Spurður hvort hann hafi íhugað að fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis um að hafa líkamsræktarstöðvarnar lokaðar, svarar Björn: „Nei, ég vil bara fá að bæta í. Það er mikil þörf fyrir þessa starfsemi og þetta er það sem við getum best gert til að verjast veirunni.“ Hvernig verjumst við veirunni með því að hafa líkamsræktarstöðvar opnar? „Með því að vera heilbrigð og hraust, bæði andlega og líkamlega. Það segir sig sjálft.“ Út í hött að biðjast afsökunar Eigandi Sporthússins opnaði sína stöð fyrir iðkendum en lokaði henni aftur og baðst afsökunar. Spurður hvað honum finnst um þá afsökunarbeiðni svarar Björn: „Mér fannst það bara út í hött, það þarf ekki að biðjast afsökunar á því sem er leyft samkvæmt lögum. Ég held að ástæðan fyrir því að hann lokaði sé sú að það var ekkert að gera hjá honum.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra sagði á dögunum að opnun líkamsræktarstöðva, gegn fyrrgreindum skilyrðum, hefði verið ákveðin á grundvelli jafnræðisreglu. Sóttvarnalæknir hafði lagt til að leyfa ákveðna starfsemi, á borð við jóga og Crossfit í bókuðum tímum, þar sem fjöldinn var takmarkaður við 20 manns, fjarlægðartakmörk virt og hægt að hreinsa búnað á milli iðkennda. Ekki hefði verið hægt að leyfa slíka starfsemi hjá einum rekstraraðila en ekki öðrum. Björn segist ekki hafa beitt þrýstingi í málinu. „Ég hef aldrei talað við neitt af þessu liði. Hvorki ráðherra né þingmenn eða sóttvarnalækni. Mjög öruggt umhverfi Sjálfur myndi hann leyfa 50 til 100 manns inni í World Class. „Það er hægt að halda þessu mjög öruggu með því, vegna þess að það er allt skráð inn, það eru augnskannar sem skrá þig líka inn, það er hægt að rekja hvern einasta sem kemur inn í húsið hjá okkur. Á þessum stöðvum eru allir að spritta og passa. Það eru engar snertingar hérna innandyra. Aftur á móti ef þú ferð í matvöruverslun eru allir að snerta vörur og skila þeim aftur. Hérna eru engar snertingar, þetta er mjög öruggt umhverfi.“ Þá segir hann loftgæði inn á stöðvum eins og best verður á kosið. „Ég held að það séu átta til tíu sinnum loftskipti á klukkutíma í þessum stöðvum. Þetta eru mjög öflugar loftræstingar, þannig að það er ekki vandamálið.“
Líkamsræktarstöðvar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent