Lífið

Kanye West og Joe Rogan ræddu saman í þrjár klukkustundir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Joe Rogan gefur reglulega út hlaðvörp þar sem hann ræðir við frægasta fólk heims. 
Joe Rogan gefur reglulega út hlaðvörp þar sem hann ræðir við frægasta fólk heims. 

Tónlistarmaðurinn og fatahönnuðurinn Kanye West mætti sem gestur í vinsælasta hlaðvarp heims, Joe Rogan Experience, á dögunum. 

Hlaðvarðið kom inn fyrir tveimur dögum og núna hefur verið horft á það sex milljón sinnum og það aðeins á YouTube.

Viðtalið stóð yfir í þrjár klukkustundir og þar talaði Kanye West að það hafi verið guð sem hafi kvatt hann áfram til að bjóða sig fram sem forseti Bandaríkjanna. Kanye sagði að hann hafi skráð sig of seint í formlegt framboð vegna kórónuveirunnar og útbreiðslu hennar.

Í viðtalinu kom einnig fram að það er hans mat að hann tapi meiri fjármunum á tónlistinni en hann græðir vegna lélegra samninga við útgefendur.

Kanye West telur sig vera jafn stóran karakter og körfuboltagoðsögnin Michael Jordan og sé það ástæðan fyrir velgengni hans á fatar og aðallega skómarkaðinum.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni sem fjölmiðlar hafa fjallað töluvert um um heim allan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.