Innlent

Bein út­sending: Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við sóttvarnalækni, landlækni og forstjóra Landspítala um stóra hópsmitið sem kom upp á Landakoti. Alls hafa 77 smit verið rakin til Landkots og sóttrakning bendir til að smitið hafi borist á Landakot í kringum 12. október.

Við tölum líka við framkvæmdastjóra útgerðar togarans Júlíusar Geirmundssonar. Togaranum var haldið úti í þrjár vikur þrátt fyrir farsótt um borð sem á endanum náði til 22 skipverja. Mikla athygli vakti fyrr í dag þegar framkvæmdastjórinn, Einar Valur Kristjánsson, sagði að útgerðarmenn hefðu ekki þekkt covid og því ekki vitað hvað það væri.

Þá verða sýndar myndir frá opnun Dýrafjarðarganga síðdegis og sagt frá umhverfisvænni íslenskri tækni sem er notuð í tuga milljarða króna norskri verksmiðju.

Síðast en ekki síst þá birtum við glefsu úr viðtali við Ólaf Ragnar Grímsson fyrrverandi forseta úr Víglínunni í dag. Hann segir að fyrrverandi forsætisráðherra og utanríkisráðherra hefðu haft möguleika á að halda bandaríska hernum á Íslandi ef þeir hefðu lagt rækt við samskipti við bandaríska þingið á sínum tíma.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 sem hefjast klukkan 18:30.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.