Innlent

Svona var upplýsingafundur vegna neyðarstigs á Landspítala

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Alma Möller landlæknir.
Alma Möller landlæknir. Vísir/Vilhelm

Landspítalinn boðaði til blaðamannafundar klukkan 15 í dag. Tilefnið er að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Beint á eftir hófst svo upplýsingafundur Almannavarna og Landlæknis. Hægt er að sjá upptöku frá fundinum hér að neðan. Þá er textalýsingu frá fundinum að finna neðst í fréttinni.

Fundurinn var haldinn í fjarfundi á undan upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra og embættis landlæknis og með sama sniði. Sá fundur var haldinn strax í kjölfar þessa fundar og í sama streymi.

Alma Möller landlæknir, Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans og Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma, voru á fyrri fundinum. Á upplýsingafundinum í kjölfarið var landlæknir áfram, ásamt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni.

Fréttamenn voru viðstaddir fundinn í gegnum fjarfundabúnað og var honum streymt beint hér á Vísi og hann sendur út á Bylgjunni og Stöð 2 Vísi. Hægt er að sjá upptöku af fundinum í spilaranum hér að ofan.

Fréttin var síðast uppfærð 16:06.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.