Riðuveikin mikið reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2020 14:23 Úr Skagafirði. Ljósmyndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús. Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Bændur í Skagafirði bíða nú milli vonar og ótta eftir niðurstöðum úr sýnatöku eftir að riða greindist í ær á Stóru-Ökrum á dögunum. Sveitarstjórinn segir málið vera mikið högg og reiðarslag fyrir bændur sem leggi líf og sál í ræktunarstarfið. Bóndinn á Stóru-Ökrum í Akrahreppi neyðist nú til að farga hátt í 800 kindum vegna málsins en gripasala á milli bæja innan Tröllaskagahólfsins hefur tíðkast, enda hefur riðuveiku ekki greinst í hólfinu í heil tuttugu ár. Bændur á nærliggjandi svæðum óttast því mjög að smit sé orðið útbreitt. Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir, hefur sent frá sér sýni frá þónokkrum bæjum þar sem grunur er um smit. „Við erum að reyna að ná betur utan um stöðuna og erum búin að senda sýni til rannsóknar úr gripum sem hafa verið fluttir frá Stóru ökrum og erum bara að bíða eftir niðurstöðum“. Sýnin hafa verið send Tilraunastöðinni að Keldum. Von er á bráðabirgðaniðurstöðum í dag en ef sýni reynist jákvætt þarf af rannsaka það nánar og mun endanleg niðurstaða sennilega liggja fyrir á miðvikudag. Aðspurður hvort hann óttist að smit sé komið í mikla dreifingu segir Jón Kolbeinn. „Maður óttast alltaf þegar kemur í ljós að gripir hafi verið fluttir frá bæ sem reyndist vera sýktur því riðusmitefni tekur svo langan tíma að byggjast upp, safnast í heilavef og þeim vef sem við greinum svo úr. Þessi ær sem greindist með veikina á Stóru-Ökrum var þriggja vetra en það er möguleiki að hún hafi smitast á fyrsta ári. Það gerir alla rakningu erfiðari fyrir okkur“. Jón Kolbeinn segir aftur á móti að það sem hafi auðveldað smitrakningu sé hversu samviskusamir flestir bændur hafi verið með alla skráningu og utanumhald. Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri í Skagafirði, hefur fundað með landbúnaðarnefndinni, héraðsdýralækninum og bændum til að átta sig betur á stöðunni. Hann segir bændur óttast niðurstöðuna því gripasala á milli bæja hafi mikið tíðkast. „Ég er heyrt í mörgum bændum og það eru margir áhyggjufullir og margir sorgmæddir yfir þessu. Sauðfjárrækt er mikil byggðafestubúgrein og þetta er högg. Það er ekkert hægt að neita því og fyrir bændur sem hafa lagt líf og sál í ræktunarstarf eins og í þessu tilfelli á Stóru-Ökrum, þetta er náttúrulega mikið reiðarslag,“ sagði Sigfús.
Dýraheilbrigði Akrahreppur Skagafjörður Landbúnaður Riða í Skagafirði Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira