Mælt fyrir nýrri stjórnarskrá á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. október 2020 18:31 Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær. Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira
Mælt var fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga á Alþingi nú síðdegis. Það byggir á tillögum stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá og er þetta í þriðja sinn sem það er flutt. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, mælti fyrir frumvarpinu en auk Pírata eru flutningsmenn úr Samfylkingunni og Flokki fólksins. Þá standa Andrés Ingi Jónsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sem eru utan flokka, einnig að því. „Ísland er lýðræðisríki, eða ætti að vera lýðræðisríki,“ sagði Þórhildur Sunna. En hvers konar lýðræðisríki virðir að vettugi þjóðaratkvæðagreiðslu?“ sagði hún og vísaði til ráðgefandi atkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs sem fór fram í október 2012 Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni fyrir um átta árum var um 49 prósent og töldu tæp 67 prósent þeirra sem tóku afstöðu að leggja ætti tillögurnar til grundvallar að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Dapurlegt Þórhildur Sunna sagði andstæðinga málsins gjarnan minnast á að atkvæðagreiðslan hafi einungis verið ráðgefandi. „Ég vill minna á að Brexit var líka ráðgefandi atkvæðagreiðsla, en ekki datt breskum ráðamönnum að virða hana að vettugi.“ Frumvarpinu fylgir löng greinargerð þar sem allur aðdragandi málsins er rakinn og sagði Þórhildur Sunna að því mætti lýsa sem nokkurs konar stöðuskýrslu. Þórhildur Sunna sagði dapurt að á átta árum tímabili hafi vilji þjóðarinnar ekki verið virtur og að samþykkt málsins væri grundvallarþáttur í því að auka traust á stjórnmálum. „Hvers vegna ætti þjóðin að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslu ef niðurstaðan er hundsuð?“ Undirskriftalisti með nöfnum um 43.500 Íslendinga, sem krefjast þess að Alþingi samþykki nýja stjórnarskrá, sem byggir á tillögum stjórlagaráðs, var afhentur Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í gær.
Alþingi Stjórnarskrá Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Fleiri fréttir Hvalfjarðargöng lokuð til norðurs Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Sjá meira