Innlent

Rann­saka al­var­lega líkams­á­rás í Borgar­nesi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Árásin var gerð í Borgarnesi á mánudagskvöld.
Árásin var gerð í Borgarnesi á mánudagskvöld. Vísir/vilhelm

Lögregla á Vesturlandi rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem gerð var í Borgarnesi á mánudagskvöld. Tveir voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina, meintur árásarmaður og þolandi.

Jón Ólason yfirlögregluþjónn hjá lögreglu á Vesturlandi segir rannsókn málsins í fullum gangi og á viðkvæmu stigi. Hann hefur ekki nákvæmar upplýsingar um líðan mannanna en bendir á að þeir liggi báðir á sjúkrahúsi og áverkar því alvarlegir.

Jón segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir grunuðum árásarmanni. Þá þekkir Jón ekki hvort mennirnir tengist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.