Landsbankinn spáir verðbólgu yfir markmiði næstu ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2020 13:28 Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir áframhaldandi verðbólgu yfir markmiði Seðlabankans slá vopnin úr höndum Seðlabankans við frekari lækkun vaxta. Vísir/Vilhelm Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023. Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Landsbankinn reiknar með að verðbólga verði yfir markmiði Seðlabankans mun lengur en hann gerir ráð fyrir í sinni spá. Þá muni atvinnuleysi aukast á næsta ári og verða rúm átta prósent að meðaltali. Hagvöxtur verði 3,4% árið 2021 og um 5% árin 2022 og 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir atvinnuleysi verða að meðaltali 7,8% á þessu ári og hækki í 8,4% árið 2021, lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir ekki útlit fyrir að ferðaþjónustan byrji að taka við sér fyrr en seint á næsta ári.Stöð 2/Einar Árnason „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjá verulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Spáin miðist við að eitt eða fleiri bóluefni verði samþykkt í kringum næstu áramót og almennu hjarðónæmi verði náð á Íslandi og í helstu viðskiptalöndum á þriðja ársfjórðungi 2021. Í ágúst spá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga verði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Meiri svartsýni gætir í spá Landsbankans sem telur að verðbólgan verði lítillega yfir markmiði Seðlabankans fram á seinni helming næsta árs, vegna veikingar krónunnar það sem af er ári. Hún verði síðan að meðaltali 3,1% á næsta ári, 2,7% 2022 og 2,6% árið 2023. „Sérstaklega slær þetta vopnin úr höndum Seðlabankann með að lækka vexti frekar til að örva hagkerfið. Við teljum fremur ólíklegt að vextir lækki frekar. Þeir eru núna 1% og við gerum ráð fyrir að þeir verði óbreyttir út næsta ár,“ segir Daníel Svavarsson. En samkvæmt spá Landsbankans hækki vextirnir í 1,75 prósent árið 2022 og 3,5 prósent í lok árs 2023.
Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26 Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21 Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Gera ráð fyrir verulegri viðspyrnu næsta haust Í þjóðhags- og verðbólguspá Hagfræðideildar Landsbankans fyrir árin 2020-2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðslan dragist saman um 8,5 prósent á árinu 2020 vegna kórónuveirufaraldursins. 20. október 2020 08:26
Verðbólga verður yfir markmiði Seðlabankans fram á næsta ár Verðbólga hefur verið yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans í fjóra mánuði. Seðlabankastjór reiknar ekki með að hún verði komin að markmiðinu fyrr en í byrjun næsta árs. 7. október 2020 19:21
Stýrivextir óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent. 7. október 2020 08:56