„Mér brá við að sjá þessa tölu“ Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 14:11 Hjálmar telur ekki þörf á að skipta um mann í brúnni þó Heiða njóti aðeins stuðnings 2 prósent svarenda í nýrri könnunn. Samsett Mynd Hjálmari Sveinssyni, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, segist hafa brugðið við að sjá könnun Maskínu sem sýndi að aðeins tvö prósent svarenda vildu að Heiða Björg Hilmisdóttir yrði áfram borgarstjóri Reykjavíkur. Hann telur þó ekki þörf á nýjum oddvita og telur Heiðu ekki verðskulda svo dræmt fylgi. Hann setur fyrirvara við könnunina. Greint var frá nýrri skoðanakönnun í kvöldfréttum Sýnar í gær. Þátttakendur voru spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur en aðeins rúmlega tvö prósent svarenda nefndu Heiðu. Um það bil jafn margir sögðust vilja sjá Dag B. Eggertsson, forvera hennar, sem næsta borgarstjóra. Úr könnun Maskínu.Vísir/Sara Yfir sextíu nöfn rötuðu á blað. Rétt rúmlega níu prósent vilja að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gegni embættinu og tæplega níu prósent vilja Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann flokksins, sem hefur ekki útilokað framboð. Heiða Björg hefur ein lýst því yfir að hún vilji leiða Samfylkinguna í Reykjavík. Er þessi niðurstaða ekki til marks um að Samfylkingarmenn þurfi að skipta um mann í brúnni? „Nei, ég sé það nú ekki þannig,“ svarar Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi flokksins. „En ég neita því ekki að mér brá við að sjá þessa tölu. Mér finnst þetta ekki alveg verðskuldað vegna þess að hún hefur staðið sig mjög vel í mörgum málum.“ Hann setur þann fyrirvara við könnunina að spurningin í könnuninni hafi verið opin, þannig að nefna hefði mátt hvern sem er. Aðspurður kveður Hjálmar borgarstjóra njóta stuðnings innan borgarstjórnarflokksins. Spegillinn á Rúv kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því innan úr Samfylkingunni að leit stæði yfir að öðrum frambjóðanda, aðallega nafntoguðu fólki, sem mögulega gæti skorað hana á hólm. Hjálmar kveðst aftur á móti ekki hafa heyrt óánægjuraddir um frammistöðu Heiðu Bjargar innan úr efstu röðum flokksins. Hann sagðist þó kannast við sögusagnir af slíku, þó ekki hafi hann heyrt þær af fyrstu hendi. Heiða Björg gaf ekki kost á viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er það vegna veikinda. Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Greint var frá nýrri skoðanakönnun í kvöldfréttum Sýnar í gær. Þátttakendur voru spurðir opinnar spurningar um hvern þeir vildu sjá sem næsta borgarstjóra Reykjavíkur en aðeins rúmlega tvö prósent svarenda nefndu Heiðu. Um það bil jafn margir sögðust vilja sjá Dag B. Eggertsson, forvera hennar, sem næsta borgarstjóra. Úr könnun Maskínu.Vísir/Sara Yfir sextíu nöfn rötuðu á blað. Rétt rúmlega níu prósent vilja að Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, gegni embættinu og tæplega níu prósent vilja Guðlaug Þór Þórðarson, þingmann flokksins, sem hefur ekki útilokað framboð. Heiða Björg hefur ein lýst því yfir að hún vilji leiða Samfylkinguna í Reykjavík. Er þessi niðurstaða ekki til marks um að Samfylkingarmenn þurfi að skipta um mann í brúnni? „Nei, ég sé það nú ekki þannig,“ svarar Hjálmar Sveinsson, borgarfulltrúi flokksins. „En ég neita því ekki að mér brá við að sjá þessa tölu. Mér finnst þetta ekki alveg verðskuldað vegna þess að hún hefur staðið sig mjög vel í mörgum málum.“ Hann setur þann fyrirvara við könnunina að spurningin í könnuninni hafi verið opin, þannig að nefna hefði mátt hvern sem er. Aðspurður kveður Hjálmar borgarstjóra njóta stuðnings innan borgarstjórnarflokksins. Spegillinn á Rúv kvaðst í gær hafa heimildir fyrir því innan úr Samfylkingunni að leit stæði yfir að öðrum frambjóðanda, aðallega nafntoguðu fólki, sem mögulega gæti skorað hana á hólm. Hjálmar kveðst aftur á móti ekki hafa heyrt óánægjuraddir um frammistöðu Heiðu Bjargar innan úr efstu röðum flokksins. Hann sagðist þó kannast við sögusagnir af slíku, þó ekki hafi hann heyrt þær af fyrstu hendi. Heiða Björg gaf ekki kost á viðtali. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg er það vegna veikinda.
Sveitarstjórnarkosningar 2026 Borgarstjórn Reykjavík Samfylkingin Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira