Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. desember 2025 12:39 Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og blaðamaður. Vísir/Vilhelm „Ég er frjáls!“ skrifar rithöfundurinn Sigríður Hagalín Björnsdóttir á Facebook þegar hún tilkynnti fylgjendum sínum að hún hefði sagt upp áskrift sinni að streymisveitunni Spotify. Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista. Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira
Ólga hefur verið í samfélagi tónlistarmanna undanfarnar vikur vegna tengsla sænsku tónlistarstreymisveitunnar við gervigreindarfyrirtæki. Gervigreindartónlist hefur látið bera meira á sér á streymisveitunni og hefur jafnvel fengið gríðarmargar hlustanir, líkt og gervigreindarbandið The Velvet Sundown, sem gaf út tvær plötur án þess að greina frá því að um gervigreind væri að ræða. Yfir milljón manns hlustuðu á bandið samkvæmt The Guardian. Íslenskt tónlistarfólk hefur einnig orðið fyrir barðinu á gervigreindarlögum en ný lög birtust á veitunni sem áttu að vera eftir Sálina hans Jóns mín, Ragnar Bjarnason og Vilhjálm Vilhjálmsson. „Lengi ætlað að gera það vegna hraksmánarlegrar framkomu fyrirtækisins við tónlistarmenn, sem hafa þurft að þola algert tekjuhrun eftir að streymisveitan tók yfir stærsta hluta markaðsins,“ segir Sigríður. „Ég varð enn ákveðnari í því þegar í ljós kom að hún var farin að lauma gerviflytjendum og gervigreindartónlist inn á listana hjá sér til að sölsa undir sig enn stærri hluta af greiðslum til tónlistarmanna.“ Hernaðargervigreind fyllti mælinn Daniel Ek er annar stofnandi streymisveitunnar og var lengi forstjóri fyrirtækisins en sagði af sér í september. Þegar hann var við stjórnvölinn stofnaði hann áhættufjárfestingafélagið Prime Materia sem síðan fjárfesti sex hundruð milljónum evra, 89 milljörðum íslenskra króna, í gervigreindarhernaðarfyrirtækinu Helsing. Ek er jafnframt stjórnarmaður í fyrirtækinu sem notar gervigreindartækni til að upplýsa um hernaðarákvarðanir í rauntíma og framleiðir hernaðardróna samkvæmt CNBC. Sigríður Hagalín tekur einnig fram þessa fjárfestingu sem ástæðu af hverju hún hætti í viðskiptum sínum við Spotify. „Ástæðan fyrir því að ég hikaði var sú, að þetta er bara svo fjári þægilegt! Allir listarnir mínir voru þarna inni, það væri svo mikið vesen að byggja þá upp annars staðar. En þegar ég frétti að fjárfestingarfélag Daneils Ek, stofnanda og stjórnanda Spotify, væri farið að fjárfesta í þýska fyrirtækinu Helsing, sem er að þróa hernaðargervigreind sem velur skotmörk - manneskjur - á vígvellinum og drepur þær, var mælirinn fullur.“ Í staðinn á hún núna í viðskiptum við Tidal, eftir að hafa fundið út hvernig færa mætti listana hennar yfir á aðra streymisveitu. „Að lokum hvet ég vini mína til að kaupa tónlist lifandi listamanna á vínyl eða geisladiskum, fara á tónleika, gefa tónlist í jólagjafir,“ segir hún en bætir við að bækur ættu auðvitað að vera þar á lista.
Spotify Gervigreind Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent Fleiri fréttir Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Sjá meira