Innlent

Húsið í Borgarfirði rústir einar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla og slökkvilið hafa verið á vettvangi í dag til að rannsaka eldsupptök.
Lögregla og slökkvilið hafa verið á vettvangi í dag til að rannsaka eldsupptök. Vísir/Egill

Húsið sem brann í eldsvoða í uppsveitum Borgarfjarðar í gærkvöldi er rústir einar. Kona lést í eldsvoðanum.

Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi og var allt tiltækt lið slökkviliðs á svæðinu kallað út. Eldurinn kom upp í íbúðarhúsnæði á Augastöðum í Hálsasveit. Húsið var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Kona var í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum.

Lögregla á Vesturlandi og starfsmenn tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa unnið á vettvangi í dag til þess að rannsaka eldsupptök en eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er það gjörónýtt.

Húsið var alelda þegar slökkvilið bar að garði.Vísir/Egill



Fleiri fréttir

Sjá meira


×