„Hættulegast að rúlla niður fjall og falla niður stiga“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. október 2020 21:26 Nokkrar af myndunum sem Jón Viðar tók. Á myndinni í miðjunni má sjá Sonequa Martin-Green, aðalleikkonu Star Trek Discovery. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Bardagaþjálfarinn Jón Viðar Arnþórsson kemur fram í þáttunum Star Trek Discovery sem komu út á streymisveitunni Netflix nýverið. Það gæti þó verið erfitt að greina hann frá öðrum leikurum sökum búninga þáttanna. Það kom í hlut Jóns Viðars var að velja svokallaðan „STUNT“ hóp fyrir þættina en hlutverk hópsins er að sinna áhættuleik og slást við aðalleikara þáttanna. „Þetta snýst allt um að útfæra slagsmálaatriði á eins öruggan hátt og mögulegt er. Svona vinna felst í áhættuleik og þurfum við því að slást, detta niður stiga eða falla af húsþaki,“ sagði Jón Viðar Arnþórsson. Í hópnum eru meðal annars bardagakapparnir Gunnar Nelson og Hrólfur Ólafsson. Þættirnir Star Trek Discovery eru þeir fimmtu vinsælustu á Netflix á Íslandi. Þátturinn sem Jón Viðar og félagar léku í kom út í síðustu viku og er þátturinn í þriðju og nýjustu seríu þáttanna. „Um er að ræða nýja þætti á streymisveitunni Netflix í anda gömlu Star Trek þáttanna. Þetta er ný sería sem framleidd er af Netflix þar sem fólk ferðast milli heima og geima. Þættirnir eru unnir í samstarfi við RVK studios,“ sagði Jón Viðar. Hann segir engan hafa slasast við gerð þáttanna enda voru slagsmálin þar ekki af hættulegustu gerð. Aðspurður hvað sé það hættulegasta sem geti gerst við áhættuleik segir hann slys í aðstæðum á borð við það að þurfa að rúlla niður fjall, lenda í árekstri eða detta niður stiga. Jón Viðar við gerð þáttanna.JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON Svipað og dans Undirbúningur fyrir áhættuleik felst fyrst og fremst í því að semja bardagaatriðið. „Svo þarf að æfa senuna aftur og aftur. Bæði árásirnar og viðbrögðin sem eru jafn mikilvæg. Ákveða þarf hvernig sjónarhorn á að notast við svo að fólk fatti ekki fjarlægðina á milli höggs og andlits. Þetta er kannski svipað og dans. Maður þarf að æfa sporin aftur og aftur,“ sagði Jón Viðar. Í 15 ár hefur Jón Viðar unnið við það að sjá um og útfæra slagsmálaatriði fyrir bíómyndir og þætti. Þetta verkefni er því eitt af mörgum en Jón Viðar sér einnig um að þjálfa leikara fyrir slagsmálasenur. „Oft þurfum við að slást við aðalleikarana. Það er kannski það flóknasta. Þá þarf maður að passa sig vel því þeir mega alls ekki slasast,“ sagði Jón Viðar. JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON JÓN VIÐAR ARNÞÓRSSON
Netflix Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Lífið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Lífið Hulk Hogan er látinn Lífið Litríkur karakter sem var engum líkur Lífið Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Lífið „Við viljum alls ekki fá of marga“ Lífið Fleiri fréttir Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“