Innlent

Fjór­tán stöðvaðir vegna vímu­efna­aksturs

Sylvía Hall skrifar
91 mál var skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt.
91 mál var skráð hjá lögreglu í gærkvöldi og í nótt. Vísir/vilhelm

Lögreglan stöðvaði fjórtán ökumenn í gærkvöldi og í nótt vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna. 

Þrír af þeim ökumönnum höfðu lent í umferðaróhöppum áður en lögregla hafði afskipti af þeim að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þeir ökumenn voru vistaðir í fangaklefum og bíða skýrslutöku þegar ástand þeirra skánar.

Þá var ökumaður stöðvaður í hverfi 103 og reyndist bifreiðin sem hann ók vera stolin. Maðurinn var á meðal þeirra sem vistaður var í fangaklefa.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einnig talsvert um hávaðaútköll víðs vegar um borgina vegna samkvæmishávaða.

Alls var 91 mál skráð hjá lögreglu frá klukkan 17:00 í gær til klukkan 05:00 í nótt og voru sex vistaðir í fangaklefum á tímabilinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.