Boðar áframhaldandi hertar aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 12:46 Alþingisfundur á tímum Covid Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. „Í gær greindust 67 manns með kórónuveirusmit en þar af voru 50 í sóttkví. Vonandi er þetta merki um að þær hertu aðgerðir sem hófust fyrir 10 dögum séu að skila àrangri,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Katrín ræddi stöðuna í samtali við fréttastofu í Tjarnargötu í hádeginu. „En við fáum líka þær sorglegu frèttir að einn hafi nú látist af völdum kórónuveirusmits á Landspítalanum í þessari bylgju faraldursins.“ Aldrei hafi verið mikilvægara að þjóðin taki öll höndum saman í þessu verkefni, þ.e. að ná stjórn á faraldrinum, ná smitunum niður og làgmarka þannig skaðann fyrir land og þjóð. „Við getum vænst þess að heilbrigðisràðherra muni framlengja hertar aðgerðir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis þannig að þær standi næstu tvær til þrjár vikur. Gerum öll okkar besta, fylgjum reglum og pössum okkur eins vel og við getum - ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir okkur öll.“ Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær, hefur ekki verið birt. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum í gær að hann boðaði litlar breytingra á aðgerðum núna. Í minnisblaðinu væri aðallega leitast við að skýra hluti sem valdið hafa misskilningi. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráhðerra vonar að hækkandi hlutfall fólks sem greinist hér á landi í sóttkví séu merki um að hertar aðgerðir séu að skila árangri. Um leið berist fréttir af andláti vegna Covid-19 sem minni á mikilvægi aðgerða. „Í gær greindust 67 manns með kórónuveirusmit en þar af voru 50 í sóttkví. Vonandi er þetta merki um að þær hertu aðgerðir sem hófust fyrir 10 dögum séu að skila àrangri,“ segir Katrín í færslu á Facebook. Katrín ræddi stöðuna í samtali við fréttastofu í Tjarnargötu í hádeginu. „En við fáum líka þær sorglegu frèttir að einn hafi nú látist af völdum kórónuveirusmits á Landspítalanum í þessari bylgju faraldursins.“ Aldrei hafi verið mikilvægara að þjóðin taki öll höndum saman í þessu verkefni, þ.e. að ná stjórn á faraldrinum, ná smitunum niður og làgmarka þannig skaðann fyrir land og þjóð. „Við getum vænst þess að heilbrigðisràðherra muni framlengja hertar aðgerðir í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis þannig að þær standi næstu tvær til þrjár vikur. Gerum öll okkar besta, fylgjum reglum og pössum okkur eins vel og við getum - ekki bara fyrir okkur sjálf heldur fyrir okkur öll.“ Minnisblað Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis, sem hann skilaði til heilbrigðisráðherra í gær, hefur ekki verið birt. Þórólfur sagði á upplýsingafundinum í gær að hann boðaði litlar breytingra á aðgerðum núna. Í minnisblaðinu væri aðallega leitast við að skýra hluti sem valdið hafa misskilningi.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira