Missti föður sinn átta ára sem markaði líf hans: „Dauðinn var orðinn þægileg tilhugsun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. október 2020 07:00 Vinirnir Snæbjörn og Flosi ræddu saman í yfir fjórar klukkustundir. Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni. Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Flosi Þorgeirsson er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar. Hann settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og þeir ræddu saman í fjórar klukkustundir. Flosi hefur merkilega sögu að segja en faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þunglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Faðir Flosa starfaði á gröfu og þegar sá stuttu var átta ára gamall kvaddi hann pabba sinn í vinnunni, hann ætlaði að fá að vinna örlítið lengur. Allt breyttist Stuttu síðar lenti hann í hruni og dó. Atvik sem átti eftir að hafa áhrif á Flosa alla ævi en hann áttaði sig á því um þrítugt að hann væri bæði þunglyndur og mikill kvíðasjúklingur. Snæbjörn og Flosi eru góðir vinir og rifja þeir upp söguna þegar Snæbjörn skutlaði honum á geðdeild fyrir nokkrum árum. Flosi segist hafa verið kominn gjörsamlega á botninn og á barmi sjálfsmorðs. Snæbjörn skutlaði vini sínum frá Húsavík til Akureyrar á geðdeild á þessum tíma. „Kærastan var þarna búin að gefast upp á mér. Ég var ofboðslega kvíðinn og þunglyndur og vildi bara alltaf vera að drekka og hanga í tölvunni,“ segir Flosi og heldur áfram. „Það nennir enginn til lengdar að vera með þannig manneskju. Mér fannst þetta alveg frábær manneskja en þessi tilfinning og þetta þunglyndi er sterkara en allt. Hún fékk nóg og þá var ég allt í einu aleinn og ofboðslega berskjaldaður, því ég hafði alltaf leitað að einhverjum til að hengja mig á, alveg síðan að ég var barn.“ Hann segist alltaf hafa leitað í akkeri og stöðugleika. Skar sig til að minnka sársaukann „Svona sambönd gengu aldrei neitt hjá mér og ég var bara alltaf mjög dofinn og leiðinlegur. Þarna var ég einn á Húsavík og fór þá að drekka miklu meira. Ég hafði samband við lækninn minn og sagðist vera ógeðslega þunglyndur og að drepast úr kvíða. Þá fékk ég róandi efni uppáskrifuð og drakk síðan bjór með því. Svo hitti ég einhverja vafasama menn sem gátu skaffað mér amfetamíni á Húsavík,“ segir Flosi en þetta er árið 2009. „Þarna voru sjálfsvígshugsanirnar orðnar rosalegar og ég var alltaf að hugsa um dauðann. Ég var farinn að fantasera hvort ég gæti ekki sviðsett dauðann einhvern veginn eins og að detta í klettum, svo þetta gæti litið út eins og slys. Dauðinn var orðin þægileg tilhugsun og var að hlakka til að hann kæmi. Tilhugsunin um börnin mín stöðvaði mig alltaf,“ segir Flosi sem varð á þessum tímapunkti að komast inn á geðdeild. Snæbjörn fékk símtal frá honum og mætti í kjölfarið til hans. „Ég brást þér síðan. Þú varst búinn að eyða tíma og peningum í bensín til að koma mér til Akureyrar en þegar ég mætti vildi ég ekki leggjast inn og við fórum þá til baka. Tveimur dögum hringi ég síðan aftur í þig því mér leið bara hræðilega og þá gaf ég mig alveg og gekk inn á geðdeild,“ segir Flosi sem var þarna farinn að skera sig allan. Flosi lagðist inn á geðdeild og hefur líf verið betra síðan. Hér að neðan má hlusta á samtalið í heild sinni.
Tímamót Snæbjörn talar við fólk Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira