Vilja lækka kosningaaldur Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:35 Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Búið er að leggja fram frumvarp um að lækka kosningaaldur í 16 ár fram á Alþingi. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Andrés Ingi Jónsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, en auk hans koma flytja tíu þingmenn úr Viðreisn, Pírötum, Samfylkingu og einn þingmaður utan flokka, frumvarpið með honum. Í tilkynningu frá Andrési segir að lækkun kosningaaldurs hafi verið til umræðu á Alþingi í þrettán ár. Frá því að Hlynur Hallsson og Kolbrún Hallsdóttir hafi lagt fram frumvarp þess efnis. Síðan þá hafi sambærileg frumvörp verið lögð fram en ekki verið samþykkt. Að þessu sinni væri frumvarpinu ætlað að gera breytingar á stjórnarskrá svo kosningaaldur í öllum kosningum myndi breytast. Síðast hafi eingöngu verið til umræðu að breyta aldri í sveitarstjórnarkosningum. „Frumvarpið er hugsað til að styrkja lýðræðið með því að bregðast við aukinni kröfu ungs fólks um að hafa tækifæri til að taka virkan þátt í mótun samfélagsins. Rödd ungu kynslóðarinnar er sjálfsagður og ómissandi þáttur í því að bæta lífið í landinu, og með lækkun kosningaaldurs getur stærri hópur ungs fólks haft bein áhrif gegnum kosningar,“ segir í tilkynningu Andrésar. Hann segir einnig að breytingin myndi auðga stjórnmálin með nýjum hugmyndum á sama tíma og þjóðin sé að eldast. „Eða í stuttu máli: Fleiri og yngri kjósendur myndu gera samfélagið betra.“ Allir flutningsmenn frumvarpsins, sem finna má hér, eru Andrés Ingi Jónsson, Björn Leví Gunnarsson, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Helga Vala Helgadóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Jón Steindór Valdimarsson, Logi Einarsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Smári McCarthy og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira