Friðarsúlan var tendruð í Viðey Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2020 20:15 Friðarsúlan verður tendruð, eða öllu heldur kveikt á henni, klukkan 21. Höfuðborgarstofa Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, var tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. Tendrunin var á dagskrá klukkan 21 og var í beinu streymi á Vísi. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var enginn viðburður í Viðey í tengslum við tendrunina. Streymt var beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var kveikt á Friðarsúlunni. Fólk var hvatt til þess að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar og hugsa um frið. Það var ósk Yoko Ono að súlan risi í Reykjavík þar sem Ísland er friðsamt, herlaust land, staðsett mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu. Verkið er í formi „óskabrunns“ þar sem grafið er á orðin „Hugsa sér frið“ á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. Að neðan má sjá myndband sem Cat Gundry-Beck gerði frá athöfninni í fyrra. Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Óskatré (e. Wish Tree) frá 1996. Yoko Ono býður fólki að skrifa persónulegar óskir um frið og hengja á greinar þar til gerðra trjáa sem komið er fyrir á völdum stöðum í heiminum, til dæmis í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur ár hvert í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar. Óskirnar telja nú yfir eina milljón en þeim er safnað saman og komið fyrir í Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu. Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Friðarsúlan í Viðey, listaverk Yoko Ono, var tendruð í 14. sinn á fæðingardegi tónlistarmannsins Johns Lennon sem hefði orðið áttræður í dag. Tendrunin var á dagskrá klukkan 21 og var í beinu streymi á Vísi. Friðarsúlan mun varpa ljósi upp í himininn til 8. desember sem er dánardagur Lennons. Vegna heimsfaraldurs COVID-19 var enginn viðburður í Viðey í tengslum við tendrunina. Streymt var beint frá tendruninni þar sem Dagur B. Eggertsson borgarstjóri flutti stutt ávarp og að því loknu var kveikt á Friðarsúlunni. Fólk var hvatt til þess að fylgjast með tendrun Friðarsúlunnar og hugsa um frið. Það var ósk Yoko Ono að súlan risi í Reykjavík þar sem Ísland er friðsamt, herlaust land, staðsett mitt á milli Norður Ameríku og Evrópu. Verkið er í formi „óskabrunns“ þar sem grafið er á orðin „Hugsa sér frið“ á 24 tungumálum. Upp úr brunninum stígur ljóssúla sem er saman sett úr fimmtán geislum sem sameinast í einu sterku ljósi. Að neðan má sjá myndband sem Cat Gundry-Beck gerði frá athöfninni í fyrra. Verkið er nátengt öðru listaverki Yoko Ono; Óskatré (e. Wish Tree) frá 1996. Yoko Ono býður fólki að skrifa persónulegar óskir um frið og hengja á greinar þar til gerðra trjáa sem komið er fyrir á völdum stöðum í heiminum, til dæmis í húsakynnum Listasafns Reykjavíkur ár hvert í tengslum við tendrun Friðarsúlunnar. Óskirnar telja nú yfir eina milljón en þeim er safnað saman og komið fyrir í Friðarsúlunnar. Ljósgeisli súlunnar lýsir svo á táknrænan hátt óskum fólks frá öllum heimshornum upp í himinhvolfið, hvatningarljós friðar og samstöðu.
Reykjavík Friðarsúlan í Viðey Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira