Ekki bara eintóm sæla að vera þekkt Stefán Árni Pálsson skrifar 9. október 2020 10:30 Inga Lind hefur lengi starfað í fjölmiðlum hér á landi. Í dag er hún ekkert fyrir framan myndavélina og aðeins fyrir aftan hana. Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“ Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira
Inga Lind Karlsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og margt fleira. Í dag rekur Inga framleiðslufyrirtækið SKOT sem framleiðir fjöldann allan af þáttum hér á landi. Inga settist niður með Snæbirni Ragnarssyni í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk og ræddi við hann um allt milli himins og jarðar. Inga á fimm börn, þrjú með eiginmanni sínum Árna Haukssyni, og hefur verið fyrirferðamikil í íslensku samfélagið í áraraðir. Þá er hún mikil veiðikona og spilar tennis af kappi. Frægðin hefur ekki alltaf verið eitthvað sem henni hugnast og ræddi hún það í hlaðvarpinu. „Ég er svolítið búin með það að vera fyrir framan myndavélina og veit í raun ekkert hvort ég sakni þess,“ segir Inga Lind. Snæbjörn og Inga Lind ræddu saman í yfir tvær klukkustundir. „Þetta gerðist rosalega snöggt með öllum þessum ræðukeppnum og síðan fór ég í sjónvarp. Ég er orðin rosalega vön því að fólk kannist við andlitið á mér. Mér þætti æðislegt að losna við það núna og er búin að fá nóg af því. Þess vegna finnst mér ekkert gaman að það sé verið að sýna gamalt efni á öllum þessum veitum og sjónvarpsstöðum.“ Hún segir að það sé bara krúttlegt þegar börn koma upp á manni og vilja ræða við sig. „En það fylgir því ekkert alltaf eintóm sæla. Maður fær líka athygli út á eitthvað sem maður kærir sig ekkert um að fá athygli út á. Bara eitthvað slúður og smellufréttir og þá langar mann bara að vera í friði. En ég þekki í raun ekkert annað.“ Fjölskyldan flutti til Spánar í þrjú ár á árunum 2012 til 2015 og bjó í Barcelona. „Það var rosalega gott og þar vissi enginn hver ég var. Það er mikill munur þar sem ég finn alveg fyrir daglegu áreiti hér á Íslandi, en yfirleitt bara gott.“
Snæbjörn talar við fólk Mest lesið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Lífið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Sjá meira