Lífið

Reggí­söngvarinn Johnny Nash fallinn frá

Atli Ísleifsson skrifar
Smáskífan I Can See Clearly Now seldist í rúmlega milljón eintaka.
Smáskífan I Can See Clearly Now seldist í rúmlega milljón eintaka. Getty

Bandaríski reggísöngvarinn og lagasmiðurinn Johnny Nash, sem er best þekktur fyrir lag sitt I Can See Clearly Now frá árinu 1972, er látinn, áttræður að aldri.

Fjölskylda Nash segir frá þessu í samtali við bandaríska fjölmiðla. Þar segir að heilsu Nash hafi hrakað síðustu ár og hafi hann látist af náttúrulegum orsökum.

Nash hóf söngferil sinn á barnsaldri en sló í gegn með laginu A Teenager Sings the Blues frá árinu 1957.

Nash fæddist í Houston í Texas og varð einn fyrsti tónlistarmaðurinn utan Jamaíku sem byrjaði að taka upp reggítónlist sína í jamaísku höfuðborginni Kingston, að því er fram kemur hjá BBC.

Smáskífan I Can See Clearly Now seldist í rúmlega milljón eintaka og náði toppsætinu á Billboard Hot 100 listanum árið 1972 og hélt því sæti í fjórar vikur. Hann náði líka toppsætinu á breska vinsældalistanum árið 1975 með laginu Tears on My Pillow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×