„Ég ætla að velja fallegt og heilbrigt líf“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. október 2020 12:31 Sindri fékk að fylgjast með lífi Sigríðar Ingu á annað ár og að svo stöddu gengur allt eins og í sögu. Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf Fósturbörn Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira
Sigríður Ingibjörg var 26 ára þegar hún komst að því að hún væri ólétt. Þá hafði hún ekki verið edrú frá því hún var 13 ára, var ekki tilbúin að verða móðir, vildi ekki ala upp barn við þær aðstæður sem hún ólst upp við enda man hún í raun ekki eftir foreldrum sínum öðruvísi en fullum og vildi fara í fóstureyðingu. Nú á annað ár hefur Sindri Sindrason fylgt Sigríði eftir og fengu áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast henni í fyrsta þættinum af þriðju þáttaröð af Fósturbörnum sem hófst í gærkvöldi. Eftir áratuganeyslu getur verið erfitt félagslega að hætta og segja skilið við alla neyslufélagana. „Ég hef verið að endurnýja kynnin við gamlar vinkonur úr grunnskóla og ég líka vinkonur úr menntaskóla sem eru ekki í rugli og að standa sig í lífinu, og eru einmitt að eignast börn og ég get leitað til þeirra, og ég er mjög þakklát fyrir það,“ segir Inga sem varð að hætta öllum samskiptum við gamla vini. „Það var bara ekki í boði, ég þurfti að slíta á alla neysluvini. Það er bara eitthvað sem þarf að gera. Maður þarf bara að velja og hafna í þessari stöðu og ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf.“ Það má segja að barnið hennar Ingu hafi fengið alla til að hugsa sinn gang og haft góð áhrif án þess að vera komið í heiminn á þessum tímapunkti. Inga hlakkaði til að fá stúlkuna í heiminn en var einnig kvíðin. „Ég veit ekkert hvað ég er að fara út í og þetta verður rosalegt álag. Ég er bara ein, hef foreldra mína en get ekki treyst almennilega á það. Auðvitað kvíðir mig fyrir en ég hlakka samt meira til.“ En var Inga hrædd um að falla á þessum tímapunkti? „Það hvarflar alveg að mér. Hvað ef ég verð ógeðslega buguð og að ég eigi eftir að vilja detta í það, ég er meira hrædd um að ég eigi eftir að vilja detta í það.“ Þegar Inga ræddi fyrst við Sindra var hún gengin átta mánuði á leið og hafði verið edrú í hálft ár. Í dag á hún fallega dóttur sem hún skírði Alfa Líf. Alfa merkir upphaf og er dóttir hennar merki um nýtt upphaf. Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2. Klippa: Ég ætla velja fallegt og heilbrigt líf
Fósturbörn Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fleiri fréttir Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Sjá meira