Katrín Júlíusdóttir verðlaunuð fyrir spennusögu Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 21:12 Katrínu Júlíusdóttur er margt til lista lagt. Vísir/Baldur Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020. Bókmenntir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, hlaut í dag spennusagnaverðlaunin Svartfuglinn fyrir bókina Sykur. Bókin kom út í dag og er fyrsta skáldsaga Katrínar, en verðlaunin eru einmitt ætluð höfundum sem hafa ekki áður sent frá sér glæpasögu. Katrín starfar í dag sem framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónasson rithöfundar stofnuðu til verðlaunanna í samvinnu við útgefanda sinn Veröld. Þau skipuðu jafnframt dómnefnd ásamt Bjarna Þorsteinssyni, útgáfustjóra Veraldar, en þetta er í þriðja skiptið sem verðlaunin eru veitt. Dómnefndin hrósaði textaskrifum Katrínar og sagði söguna jafnframt draga upp mynd af „sérlega trúverðugum persónum sem standa andspænis skelfilegum glæpum“. „Fléttan er ákaflega vel unnin og samhliða henni er sögð átakanleg fjölskyldusaga. Persóna ódæðismannsins er afar haganlega samansett og sumstaðar má sjá að höfundurinn hefur góða innsýn í baksvið íslenskrar stjórnsýslu. Bókin er grípandi strax frá fyrstu síðu og allt til óvæntra endalokanna sem setja söguna í nýtt samhengi.“ Verðlaunaféð nemur 500 þúsund krónum og auk hefðbundinna höfundarlauna. Katrínu býðst einnig samningur við umboðsmanninn David H. Headly í ljósi sigursins, en hann hefur verið útnefndur sem einn af hundrað áhrifamestu mönnum breskrar bókaútgáfu árið 2015 af tímaritinu Bookseller. Eva Björg Ægisdóttir hlaut fyrstur höfunda Svartfuglinn 2018 fyrir spennusögu sína Marrið í stiganum sem fékk mjög góðar móttökur og hefur útgáfurétturinn á bókinni verið seldur til margra landa. Bókin er komin út á Bretlandi og hefur hlotið sérlega góða dóma, var nýlega tilnefnd sem besta frumraunin í Bretlandi 2020.
Bókmenntir Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira