Hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax í síðustu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. október 2020 12:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er hér fyrir miðju. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Alma Möller landlæknir standa honum við hlið. Lögreglan Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir að vissulega hefði mátt grípa til hertra kórónuveiruaðgerða strax fyrir helgi eða jafnvel fyrir viku síðan. Hann telur þó að það hefði ekki skipt sköpum í þróun faraldursins. Þá kveðst hann skilja vel þá gagnrýni sem sett hefur verið fram vegna aðgerðanna. Margir hafa stigið fram og gagnrýnt sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda sem boðaðar voru um helgina og tóku gildi í dag. Sumum þykir ekki nógu langt gengið á meðan aðrir telja aðgerðirnar of takmarkandi. Þá sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar í Víglínunni á Stöð 2 í gær að það væri óréttlætanlegt að bíða í tvo sólarhringa frá því ákvörðun um hertar aðgerðir var tekin og þar til þær tækju gildi. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var inntur eftir því á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi í dag hvort eitthvað hefði komið í veg fyrir að grípa til hertra aðgerða fyrr. „Það kom ekkert sérstakt í veg fyrir það,“ sagði Þórólfur. „Það þarf ákveðinn undirbúning til að koma með svona tillögur, sérstaklega svona hertar tillögur.“ Þá sagði Þórólfur aðspurður að vissulega hefði mátt grípa til harðari aðgerða strax fyrir helgi. „Það má alveg segja það jú, og jafnvel fyrr. Það má alveg gagnrýna það að það hafi ekki verið gripið til þessara aðgerða fyrir viku síðan, jafnvel. En þannig er alltaf hægt að vera vitur eftir á. En ég held að þetta hafi ekki skipt sköpum,“ sagði Þórólfur. Þá væri verið að vinna allt eins hratt og hægt er og sóttvarnaryfirvöld væru að gera sitt besta. Það sem mestu máli skipti væri að fólk stæði saman í baráttunni gegn veirunni. Þórólfur kvaðst jafnframt skilja gagnrýnina sem komið hefði fram. Á endanum þurfi þó alltaf að taka ákvörðun og lendingin hefði verið þessi núna. Þá ítrekaði hann að sér þætti óráðlegt að undanskilja tiltekna landshluta þegar kæmi að takmörkunum. Slíkt gæti leitt af sér smit á afmörkuðum svæðum. Aðgerðirnar nú, sem gilda fyrir allt landið, muni leiða til þess að hægt verði að kveða faraldurinn hraðar í kútinn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira