Ágúst Ólafur biðst afsökunar á orðum sínum í Sprengisandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 10:58 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að hann hafi ekki ætlað sér að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, með orðum sem hann lét falla á Sprengisandi í gær og sætt hafa gagnrýni. Vísir/Vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur beðist afsökunar á orðum sem hann lét falla í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Í viðtalinu sagði Ágúst Ólafur að það væri í raun Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokks, sem stjórni landinu en ekki Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir greindi frá því í morgun að þessi orð hans hafi sætt gagnrýni, meðal annars frá Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, sem sagði á Twitter Ágúst Ólaf sýna „botnlausa kvenfyrirlitningu“ með orðum sínum. Í færslu sem Ágúst Ólafur birti á Facebook-síðu sinni nú fyrir skemmstu segist hann hafa komist illa að orði. Honum þyki leitt að hafa sett orð sín fram með þeim hætti að hann gerði lítið úr forystuhlutverki Katrínar Jakobsdóttur: „Ég ætlaði mér ekki að gagnrýna eða draga í efa forystuhæfileika Katrínar sem ég ber mikla virðingu fyrir heldur var ætlunin að gagnrýna pólitík Sjálfstæðisflokksins, sem mér finnst ráða of miklu í áherslum þessarar ríkisstjórnar, sérstaklega í fjárlögum og fjármálaáætlun þar sem Sjálfstæðisflokkurinn fer með málaflokkinn. En að sjálfsögðu ber Katrín ábyrgð á þessari ríkisstjórn og þessum fjárlögum og því hefði ég viljað sjá meiri áherslu á félagshyggju og umhverfismál í þeim,“ segir í Facebook-færslu Ágústs Ólafs sem sjá má hér fyrir neðan. E g vil biðjast afso kunar a orðum mi num i Sprengisandi a Bylgjunni i gær. E g komst illa að orði og þykir leitt að...Posted by Ágúst Ólafur Ágústsson on Monday, October 5, 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Sprengisandur Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira