Tuttugu manna samkomubann hefur tekið gildi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2020 06:16 Myndin er tekin á föstudagskvöldi í miðbæ Reykjavíkur í apríl, síðast þegar tuttugu manna samkomubann var í gildi. Vísir/Vilhelm Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira
Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna. Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Eins metra nándarreglan helst óbreytt en þar sem ekki er hægt að tryggja einn metra á milli fólks er skylda að nota andlitsgrímur. Til dæmis hefur Strætó sett þá skyldu að allir farþegar skuli nota andlitsgrímu frá og með deginum í dag. Tuttugu manna samkomubann var fyrst sett á vegna kórónuveirufaraldursins þann 24. mars og gilti í sex vikur eða til 4. maí. Þá voru fáar undanþágur frá tuttugu manna hámarkinu mjög fáar en nú er ýmis starfsemi undaþegin. Þar sem annars staðar gildir þó að ef ekki er hægt að halda eins metra fjarlægð er skylt að nota grímu. Undantekningar frá tuttugu manna hámarki eru eftirfarandi: Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörkunum við störf sín. Fjöldatakmörk við útfarir verða 50 manns. Verslunum undir 1.000 m2 að stærð verður heimilt að hleypa 100 einstaklingum inn í sama rými á hverjum tíma og einum viðskiptavini til viðbótar fyrir hverja 10 m2 umfram 1.000 m2 en þó aldrei fleiri en 200 viðskiptavinum í allt. Sviðslistir: Heimilt verður að halda viðburði þar sem 100 manns koma saman í afmörkuðu hólfi. Sæti skulu vera númeruð, nafn gesta í hverju sæti skráð og öllum áhorfendum ber að nota andlitsgrímu. Í framhalds- og háskólum verður miðað við 30 manns. Keppnisíþróttir með snertingu verða leyfðar með hámarksfjölda 50 einstaklinga að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Áhorfendur á íþróttaleikjum: Óheimilt er að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum innandyra. Utandyra er heimilt að hafa áhorfendur, allt að 100 í hverju rými, að því gefnu að gestir sitji í númeruðum sæti sem skráð eru á nafn og noti andlitsgrímu. Leik- og grunnskólar: Engar hömlur gilda hjá börnum sem eru fædd 2005 og síðar en hjá þeim sem eldri eru gildir 30 manna hámarksregla í hverju rými, 1 metra fjarlægðarmörk og grímuskylda sé ekki hægt að virða fjarlægðarmörk. Hér má lesa reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar og hér má nálgast reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Sjá meira