Fólk farið að spyrja um veðrið um páskana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2020 07:01 Nokkrir stólar eru nú þegar komnir á nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Vísir/Tryggvi Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“ Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Það styttist í að nýja stólalyftan verði tekin í gagnið í Hlíðarfjalli á Akureyri eftir langa mæðu. Framkvæmdir eru á lokametrunum. Það eru að verða tvö ár síðan lyftan átti uphaflega að vera tekin í notkun, þarsíðasta vetur. Síðasti vetur var afar snjóþungur og ekki hjálpaði kórónuveiran til, því frestaðist opnunin enn frekar. En nú er allt að smella. „Ég held að það sé óhætt að lofa því núna. Þetta er að bresta á og við erum algjörlega á lokametrunum,“ segir Stefán Gunnarsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli. Verið er að leggja lokahönd á rafmagnsvinnu og erlendir sérfræðingar eiga síðan eftir að taka lyftuna út. „Það þarf að taka út alla öryggisþætti, bremsubúnað og svoleiðis. Síðan verða stólarnir bara hengdir á og þá á hún að vera tilbúin til afhendingar,“ segir Stefán. Lyftan færir skíðakappa upp í eitt þúsund metra hæð yfir sjávarmál á um átta mínútum. „Hún opnar efri hlutann á svæðinu fyrir fleiri gesti. Þetta stækkar svæðið töluvert, við getum gert og erum að gera nýjar skíðaleiðir,“ segir Stefán. Viðbúið er að skíðaþyrstir Íslendingar hrannist í Hlíðarfjall í vetur, þar sem ólíklegt er að skíðaferðir erlendis standi til boða. „Já, fólk er farið að spyrja okkur um veðrið um páskana og þessar hefðbundnu spurningar sem að koma alltaf á haustin. Ég get ekki séð annað en að fólk sé bara spennt að koma að skíða.“
Akureyri Skíðasvæði Tengdar fréttir Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sprengjur verða notaðar til að draga úr hættu á snjóflóðum í Hlíðarfjalli Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri hefur fest kaup á sprengjubúnað sem er sérstaklega til þess gerður að koma snjóflóðum af stað og þar með koma í veg fyrir óvænt snjóflóð sem mögulega ógna öryggi. 4. febrúar 2020 23:30