Lífið

Hryllingsaga frá bílastæðinu við Hagkaup

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtilegar umræður um bílamenninguna hér á landi.
Skemmtilegar umræður um bílamenninguna hér á landi.

Í nýjasta þættinum af Podkastalanum, þeim níunda í röðinni, fara þeir Gauti Þeyr Másson og Arnar Freyr Frostason yfir mál sem eru mikið til tengd umferð og bílum á hvern hátt.

Gauti segir frá því þegar bílastæði við Eiðistorg, sem var réttilega hans, var stolið fyrir framan nefið á honum. Í kjölfarið missir hann gjörsamlega stjórn á sér sem gerir að sjálfsögðu illt margfalt verra. Þessa martröð má heyra og sjá í klippunni hér fyrir neðan.

Úr umræðunni um bílastæði og óskrifaðar reglur þeim tengdum fara þeir yfir bílflautur, framúrakstur, akreinar, „road rage“ og puttaferðalanga – hluti sem eru einfaldir á yfirborðinu en eru það alls ekki þegar út í umferðina er komið.

Arnar segir frá því hvernig ökumenn passa stundum upp á hvorn annan þegar út á landsbyggðina er komið og síðan hávaðanum sem fylgir því að búa nálægt Grandanum, þar sem ökuþórar koma reglulega saman og þenja vélarnar.

Hér að neðan má hlusta á þáttin í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×