Menning

Danska ljóð­skáldið Pia Juul er fallin frá

Atli Ísleifsson skrifar
Pia Juul var meðlimur í Dönsku akademíunni.
Pia Juul var meðlimur í Dönsku akademíunni. Norden.org

Danska ljóðskáldið, rithöfundurinn og leikskáldið Pia Juul er látin, 58 ára að aldri. Hún andaðist í gær eftir glímu við veikindi, að því er fram kemur í tilkynningu frá útgáfufélagi hennar.

„Þetta er sársaukafullur missir fyrir fjölskyldu og vini, og þetta er mikill missir fyrir danskar bókmenntir sem hefur hér með misst einn af áhrifamesu höfundum sínum,“ sagði í tilkynningunni.

Juul var ein af mest þekktu ljóðskáldum Danmerkur og hafði í gegnum árin unnið til fjölda verðlauna. Hún var meðlimur í Dönsku akademíunni.

Hún vakti athygli með ljóðasafninu Levande og lukket árið 1985. Á ferli sínum gaf hún út fjölda skáldsagna og ljóðasöfn, auk þess að hafa þýtt fjölda sænskra, bandarískra og enskra skáldsagna yfir á dönsku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×