Upplýsingafundinum seinkað til klukkan þrjú vegna þingsetningar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. september 2020 23:38 Frá setningu 150. löggjafarþings Alþingis þann 10. september fyrra. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að reglubundinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis- og sóttvarnalæknis á morgun verði ekki klukkan tvö líkt og venjan er, heldur klukkan þrjú. Ástæðan er setningarathöfn 151. löggjafarþings Alþingis sem fram fer á morgun, 1. október. Þingsetningarathöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 og er sökum þessa stefnt að því að upplýsingafundur almannavarna fari fram síðar um daginn til að hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni en af sömu ástæðu kemur Alþingi nú saman töluvert seinna að hausti en venjan er. Þá hefur fjármálaráðuneytið boðað til blaðamannafundar klukkan tíu í fyrramálið þar sem ráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun 2021 til 2025. Fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða aðalmál í annarri viku þingsins og hefst umræðan mánudaginn 5. október. Hátíðleg dagskrá þrátt fyrir færri gesti Samkvæmt dagskrá þingsetningarathafnarinnar mun séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Þá leikur dómorganistinn Kári Þormar á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Þá flytur Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Loks mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína klukkan 19:30 annað kvöld og fara fram umræður um hana. Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Gert er ráð fyrir að reglubundinn upplýsingafundur almannavarna, landlæknis- og sóttvarnalæknis á morgun verði ekki klukkan tvö líkt og venjan er, heldur klukkan þrjú. Ástæðan er setningarathöfn 151. löggjafarþings Alþingis sem fram fer á morgun, 1. október. Þingsetningarathöfnin hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan 13:30 og er sökum þessa stefnt að því að upplýsingafundur almannavarna fari fram síðar um daginn til að hann stangist ekki á við þingsetninguna. Vegna kórónuveirufaraldursins verður aðeins örfáum gestum boðið til þingsetningarinnar að þessu sinni en af sömu ástæðu kemur Alþingi nú saman töluvert seinna að hausti en venjan er. Þá hefur fjármálaráðuneytið boðað til blaðamannafundar klukkan tíu í fyrramálið þar sem ráðherra kynnir fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun 2021 til 2025. Fyrsta umræða um fjárlög og fyrri umræða um fjármálaáætlun verða aðalmál í annarri viku þingsins og hefst umræðan mánudaginn 5. október. Hátíðleg dagskrá þrátt fyrir færri gesti Samkvæmt dagskrá þingsetningarathafnarinnar mun séra Ninna Sif Svavarsdóttir, sóknarprestur í Hveragerði og formaður Prestafélags Íslands, prédika í guðsþjónustunni og séra Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur þjónar fyrir altari ástamt Agnesi M. Sigurðardóttur biskupi Íslands. Þá leikur dómorganistinn Kári Þormar á orgel við athöfnina og Guðbjörg Hilmarsdóttir syngur. Að lokinni guðsþjónustu ganga forseti Íslands, biskup og forseti Alþingis, auk ráðherra, alþingismanna og annarra gesta til þinghússins. Þar tekur svo við áframhaldandi dagskrá þar sem strengjadúett, skipaður þeim Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara og Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara, leikur „Intermezzo“ úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, setur svo 151. löggjafarþing Alþingis og að því loknu leikur strengjadúettinn „Eg vil lofa eina þá“ eftir Báru Grímsdóttur. Þá flytur Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis ávarp, og verður þingfundi að því loknu frestað til klukkan 15:30. Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpi 2021 útbýtt á þinginu. Loks mun Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína klukkan 19:30 annað kvöld og fara fram umræður um hana.
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira