Sjáðu Dier rjúka inn í klefa með Mourinho á hælunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2020 20:42 Úr leik kvöldsins. Matt Dunham/Getty Images Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í búningsherbergi eftir að boltinn hafði farið aftur fyrir og Hugo Lloris, markvörður liðsins, ætlaði að taka markspyrnu. Dier virðist hafa fengið leyfi frá dómaranum og þaut inn í klefa. Strange scenes as @ericdier runs off the pitch to the dressing room, followed hastily by Mourinho. Then Dier runs back out to resume playing. Presumably he needed the loo. Players just don t shit on the pitch anymore. What s wrong with them?— Gary Lineker (@GaryLineker) September 29, 2020 Hér að neðan má sjá myndband af atviki kvöldsins. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 „Mourinho er eflaust að skeina Dier í þessum töluðu orðum,“ sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2. Mögulega hafði Gummi eitthvað til sín máls því skömmu síðar kom Dier út og leikurinn hélt áfram. Staðan þegar þetta átti sér stað var 1-0 fyrir Chelsea en skömmu síðar jafnaði Erik Lamela fyrir metin. Fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði ef. Engar framlengingar eru nú og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem er nú í gangi. Dier fór fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi. Fór það svo að Tottenham vann vítaspyrnukeppnina en Mason Mount brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Allir fimm leikmenn Tottenham nýttu sínar spyrnur og liðið því komið áfram. Eric Dier has left the pitch in an unusual fashion in his last two domestic cup appearances and you have to respect it pic.twitter.com/zDTk3qf7BW— Duncan Alexander (@oilysailor) September 29, 2020 Atvikið sem um er ræðir hér að ofan var í leik Tottenham og Norwich City í enska FA bikarnum á síðustu leiktíð. Dier var úrskurðaður í fjögurra leikja bann í kjölfarið. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók. Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í búningsherbergi eftir að boltinn hafði farið aftur fyrir og Hugo Lloris, markvörður liðsins, ætlaði að taka markspyrnu. Dier virðist hafa fengið leyfi frá dómaranum og þaut inn í klefa. Strange scenes as @ericdier runs off the pitch to the dressing room, followed hastily by Mourinho. Then Dier runs back out to resume playing. Presumably he needed the loo. Players just don t shit on the pitch anymore. What s wrong with them?— Gary Lineker (@GaryLineker) September 29, 2020 Hér að neðan má sjá myndband af atviki kvöldsins. Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020 „Mourinho er eflaust að skeina Dier í þessum töluðu orðum,“ sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2. Mögulega hafði Gummi eitthvað til sín máls því skömmu síðar kom Dier út og leikurinn hélt áfram. Staðan þegar þetta átti sér stað var 1-0 fyrir Chelsea en skömmu síðar jafnaði Erik Lamela fyrir metin. Fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði ef. Engar framlengingar eru nú og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem er nú í gangi. Dier fór fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi. Fór það svo að Tottenham vann vítaspyrnukeppnina en Mason Mount brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Allir fimm leikmenn Tottenham nýttu sínar spyrnur og liðið því komið áfram. Eric Dier has left the pitch in an unusual fashion in his last two domestic cup appearances and you have to respect it pic.twitter.com/zDTk3qf7BW— Duncan Alexander (@oilysailor) September 29, 2020 Atvikið sem um er ræðir hér að ofan var í leik Tottenham og Norwich City í enska FA bikarnum á síðustu leiktíð. Dier var úrskurðaður í fjögurra leikja bann í kjölfarið.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55 Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjá meira
Í beinni: Tottenham - Chelsea | Mourinho mætir gamla liðinu sínu Tottenham lagði Chelsea í enska deildarbikarnum í kvöld eftir vítaspyrnukeppni. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var 1-1 en á meðan leikmenn Tottenham skoruðu úr öllum spyrnum sínum þá klúðraði Mason Mount fyrir Chelsea. 29. september 2020 20:55